Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

453. fundur 14. janúar 2019 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2019

Málsnúmer 201901002

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir fund sem hann og fjármálastjóri sátu sl. föstudag á Húsavík. Þar mættu fulltrúar frá sveitarfélögunum Borgarbyggð, Skagafirði Fljótsdalshéraði og Norður-Þingi og fóru yfir málefni sinna sveirarfélaga.

2.Ályktun frá foreldraráði Hádegishöfða og Tjarnarskógar

Málsnúmer 201811075

Farið yfir ályktun frá foreldraráði Hádegishöfða og Tjarnarskógar, þar sem m.a. er kallað eftir ýmsum upplýsingum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta taka saman svör við þeim spurningum sem þar koma fram og leggja fyrir fund bæjarráðs.

3.Bæjarstjórnarbekkurinn 15. desember 2018

Málsnúmer 201812079

Farið yfir nokkur mál frá bæjarstjórnarbekknum, sem bæjarráð tók til umfjöllunar.

Erindum sem snúa að Vegagerðinni er samþykkt að vísa til fundar með fulltrúum Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins og bæjarstjóra falið að sjá til þess að af þeim fundi verði fljótlega.

Erindi frá félagi skógarbænda varðandi húsnæðið að Miðvangi 31.
Í tilefni af því erindi verður málið tekið á dagskrá bæjarráðs á næsta fundi og því síðan svarað formlega.

Erindi varðandi dreifingu hitaveitu og ljósleiðara út í dreifbýlið. Óskað er eftir fundi með Hitaveitustjóra og formanni stjórnar HEF, til að fara yfir þessi mál og áætlanir sem verið er að vinna með.

Erindi varðandi Sveitanetið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara yfir málið með rekstraraðila Sveitanetsins.


4.Skrá um störf sem ekki hafa verkfallheimild

Málsnúmer 201901051

Farið yfir drög að lista yfir þá starfsmenn sveitarfélagsins sem ekki hefðu verkfallsheimild, komi til verkfalla.
Að lokinni yfirferð yfir fyrirliggjandi drög og lagfæringu á þeim, samþykkti bæjarráð listann fyrir sitt leyti.

5.Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

Málsnúmer 201811019

Lagt fram til kynningar.

6.Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd

Málsnúmer 201812122

Fyrir liggur erindi frá Djúpavogshreppi varðandi tilnefningu sameiginlegs fulltrúa sveitarfélaganna í vatnasvæðanefnd.
Fram kom að umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur þegar tilnefnt fulltrúa í nefndina fh. Fljótsdalshéraðs.
Bæjarstjóra falið að hafa samráð við sveitarstjóra Djúpavogshrepps um málið.

Fundi slitið - kl. 10:00.