Farið yfir erindin sem bárust á bæjarstjórnarbekkinn, sem haldinn var á Barramarkaðnum um miðjan desember og þeim vísað til viðkomandi nefnda og starfsmanna eftir eðli erindanna.
Farið yfir nokkur mál frá bæjarstjórnarbekknum, sem bæjarráð tók til umfjöllunar.
Erindum sem snúa að Vegagerðinni er samþykkt að vísa til fundar með fulltrúum Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins og bæjarstjóra falið að sjá til þess að af þeim fundi verði fljótlega.
Erindi frá félagi skógarbænda varðandi húsnæðið að Miðvangi 31. Í tilefni af því erindi verður málið tekið á dagskrá bæjarráðs á næsta fundi og því síðan svarað formlega.
Erindi varðandi dreifingu hitaveitu og ljósleiðara út í dreifbýlið. Óskað er eftir fundi með Hitaveitustjóra og formanni stjórnar HEF, til að fara yfir þessi mál og áætlanir sem verið er að vinna með.
Erindi varðandi Sveitanetið. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara yfir málið með rekstraraðila Sveitanetsins.