Ályktun frá foreldraráði Hádegishöfða og Tjarnarskógar

Málsnúmer 201811075

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 447. fundur - 19.11.2018

Farið yfir ályktun foreldraráðs Hádegishöfða og Tjarnarskógar, sem send var inn til bæjarráðs. Jafnframt undirskriftalista foreldra barna við Hádegishöfða.
Bæjarráð samþykkir að boða foreldraráð Hádegishöfða og Tjarnarskógar á fund bæjarráðs til að fara þar yfir stöðu byggingarmála og ræða það sem fram kemur í ályktun þeirra.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 449. fundur - 03.12.2018

Undir þessum lið mættu fulltrúar foreldraráðs Hádegishöfða og Tjarnarskógar, þau Kolbjörg Lilja Benediktsdóttir, Jarþrúður H. Júlíusdóttir og Freyr Ævarsson, auk fræðslustjóra, til fundar við bæjarráð. Hugmyndin var að fara yfir erindi frá foreldraráði, en þar var meðal annars óskað eftir upplýsingum frá bæjaryfirvöldum varðandi ákvarðanir og undirbúning að fyrirhugaðri framkvæmd við leikskólann Hádegishöfða.
Bæjarráðsmenn og bæjarstjóri fóru yfir forsöguna og síðan var tekið gott spjall um framkvæmdina.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að foreldraráðið tilnefni einn áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt í byggingarnefnd Hádegishöfða.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman drög að formlegu svari við erindi forledraráðs.

Samþykkt samhljóða með 2 atkv., en einn var fjarverandi (SIÞ)

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 453. fundur - 14.01.2019

Farið yfir ályktun frá foreldraráði Hádegishöfða og Tjarnarskógar, þar sem m.a. er kallað eftir ýmsum upplýsingum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta taka saman svör við þeim spurningum sem þar koma fram og leggja fyrir fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 455. fundur - 28.01.2019

Farið yfir drög að svörum við fyrirspurnum foreldraráðs Tjarnarskógar og Hádegishöfða sem bæjarstjóri hefur tekið saman. Fram kom að væntanlegar eru frekari upplýsingar.
Málið að öðru leyti í vinnslu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 462. fundur - 11.03.2019

Bæjarstjóri fór yfir drög að svari til foreldrafélags leikskólanna Hádegishöfða og Tjarnarskógar. Nokkrar orðalagsbreytingar voru gerðar á drögunum og mun bæjarstjóri lagfæra skjalið og senda aftur til fundarmanna til staðfestingar.