Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

447. fundur 19. nóvember 2018 kl. 08:15 - 10:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2018

Málsnúmer 201801001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkra liði tengda fjármálum og rekstri sveitarfélagsins og upplýsti fundarmenn um stöðuna.

2.Fjárhagsáætlun 2019 - 2022

Málsnúmer 201804070

Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2019, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2020 -2022 til síðari umræðu í bæjarstjórn.


Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að álagningarhlutföll og viðmiðunartölur fyrir árið 2019 verði sem hér segir:

Álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt eða 14,52%

Fasteignaskattur verði óbreyttur, eða sem hér segir:
A flokkur 0,5%
B flokkur 1,32%
C flokkur 1,65%

Lóðarleiga verði óbreytt á eignarlóðum Fljótsdalshéraðs, eða 0,75%
Sorpgjald á íbúð verði:
Söfnunargjald kr. 20.906
Förgunargjald kr. 8.955
Samtals
kr. 29.861

Aukatunnur á heimili
Grá tunna 240 L
kr. 10.600 á ári
Græn tunna 240 L
kr. 1.900 á ári
Brún tunna 240 L
kr. 1.900 á ári


Gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs á Fljótsdalshéraði árið 2019 verði jafnframt staðfest í heild sinni.

Heimild til lækkunar fasteignaskatts hjá tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum 2019.
Hámark afsláttar verið: 80.000. Viðmiðunartölur tekna hjá einstaklingi verði:
Lágmark 2.980.000
Hámark 3.910.000
Viðmiðunartölur tekna hjá hjónum verði:
Lágmark 4.190.000
Hámark 5.309.000

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fundargerðir stjórnar SSA starfsárið 2018 - 2019

Málsnúmer 201809072

Stefán Bogi fór yfir umræður á fundinum og nokkur mál sem þar voru rædd.
Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

4.Fundargerð SvAust 23. október 2018

Málsnúmer 201811095

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga

Málsnúmer 201811004

Farið yfir umræður á fundinum og það helsta sem þar var fjallað um.
Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

6.Leiðbeinandi verklagsreglur vegna viðauka fjárhagsáætlunar

Málsnúmer 201811059

Framlagðar leiðbeinandi verklagsreglur frá ráðuneytinu ræddar. Fram kom að hjá Fljótsdalshéraði hefur í öllum meginatriðum verið unnið eftir því sem þar kemur fram.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og fjármálastjóra að gera drög að sérstökum reglum fyrir Fljótsdalshérað vegna tilfærslu fjárheimilda milli liða í samræmi við það sem kemur fram í hinum leiðbeinandi verklagsreglum.

7.Kirkjur - menningarveðmæti

Málsnúmer 201811063

Lagt fram erindi frá Þórhalli Pálssyni varðandi viðhald kirkna innan sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að senda erindið til umfjöllunar til atvinnu- og menningarnefndar. Jafnframt hvetur bæjarráð sóknarnefndir viðkomandi kirkna að senda inn umsóknir til húsafriðunarsjóðs, ef þær hyggja á endurbætur sinna sóknarkirkna. Sveitarfélagið er tilbúið að aðstoða við gerð slíkra umsókna, verði eftir því óskað.

8.Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028

Málsnúmer 200906071

Í vinnslu.

9.Ályktun frá foreldraráði Hádegishöfða og Tjarnarskógar

Málsnúmer 201811075

Farið yfir ályktun foreldraráðs Hádegishöfða og Tjarnarskógar, sem send var inn til bæjarráðs. Jafnframt undirskriftalista foreldra barna við Hádegishöfða.
Bæjarráð samþykkir að boða foreldraráð Hádegishöfða og Tjarnarskógar á fund bæjarráðs til að fara þar yfir stöðu byggingarmála og ræða það sem fram kemur í ályktun þeirra.

10.Efling Egilsstaðaflugvallar

Málsnúmer 201811077

Bæjarráð tekur vel í framhald verkefnisins og samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar til umfjöllunar.
Jafnframt óskar bæjarráð eftir fundi með fulltrúum Austurbrúar til þess að ræða verkþætti áætlunarinnar.

11.Frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefnum aldraðra

Málsnúmer 201811087

Lagt fram til kynningar.

12.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Málsnúmer 201811089

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.