Fjárhagsáætlun 2019 - 2022

Málsnúmer 201804070

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 424. fundur - 16.04.2018

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti vinnu við gerð rammaáætlunar sem nú er í gangi. Einhverjar nefndir eru þegar búnar að skila sínum hugmyndum, en aðrar eru að vinna sínar tillögur. Hugmyndin er að bæjarstjórn geti afgreitt rammaáætlunina á síðari fundi sínum í maí.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 426. fundur - 07.05.2018

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir drög nefnda að fjárhagsáætlun 2019 og hvernig óskir og útfærsla nefndanna passar við frumdrög að rammaáætlun.
Bæjarstjóri og fjármálastjóri munu síðan á næsta fundi leggja fram drög að rammaáætlun 2019.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 427. fundur - 14.05.2018

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir tillögu að rammaáætlun fyrir árið 2019 og bar útgjaldaramman saman við þann tekjuramma sem fyrir liggur og bæjarráð hefur farið yfir áður.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki fyrirliggjandi tillögu að rammaáætlun 2019.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 275. fundur - 16.05.2018

Til máls tók: Björn Ingimarsson sem kynnti tillögu að rammaáætlun fjárhagsáætlunar 2019 og þriggja ára áætlunar 2020 - 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir rammaáætlunina eins og hún liggur fyrir fundinum og vísar henni til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar á komandi hausti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 436. fundur - 27.08.2018

Guðlaugur Sæbjörnsson fór yfir ýmsar forsendur og forvinnu vegna áætlunargerðarinnar. Sérstaklega fór hann yfir skatttekjuspá 2019.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 441. fundur - 01.10.2018

Guðlaugur Sæbjörnsson kynnti stöðu á innkomnum tillögum að fjárhagsáætlunum, en nefndir eru að vinna að sínum áætlunum þessar vikurnar. Komnar eru tillögur frá atvinnu- og menningarnefnd og einnig fyrir málaflokk 21 sameiginlegan kostnað, sem heyrir undir bæjarráð.
Einnig kynnti Stefán Bogi bókun náttúruverndarnefndar varðandi gerð fjárhagsáætlunar fyrir nefndina, sem tekin verður fyrir á næsta bæjarstjórnarfundi.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 442. fundur - 08.10.2018

Guðlaugur og Björn fóru yfir ýmis drög að fjárhagsáætlunum næsta árs eins og þau liggja fyrir nú, en nefndir eru að fara betur yfir sínar áætlanir þessar vikurnar. Einnig var farið yfir drög að framkvæmdaáætlun næstu ára og hún mátuð við afkomuspá sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 443. fundur - 15.10.2018

Rætt um vinnuna við gerð fjárhagsáætlunar 2019.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 444. fundur - 22.10.2018

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir stöðuna varðandi gerð fjárhagsáætlunar 2019 og hvernig þær áætlanir sem nefndirnar hafa skilað inn stemma við fjárhagsrammann.
Gert er ráð fyrir að heildaráætlunin verði lögð fyrir bæjarráð á fyrsta fundi þess í nóvember og fari síðan til fyrri umræðu í bæjarstjórn 7. nóvember.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 445. fundur - 05.11.2018

Guðlaugur Sæbjörnsson fór yfir nýjustu breytingar á forsendum fjárhagsáætlunar ársins 2019 og þriggja ára áætlunar og kynnti drög að þeim.
Þar er tekið tillit til nýjustu verðbólguspár Hagstofunnar sem er upp á 3,6%. Einnig eru komnar nýjar áætlanir frá Jöfnunarsjóði yfir framlög
sjóðsins árið 2019, sem breyta fyrri tekjuspám.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2019, ásamt þriggja ára áætlun, til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Trúnaður ríkir um framlögð gögn fjárhagsáælunar 2019 og þriggja ára áætlunar vegna skráningar í Kauphöll Íslands. Fjárhagsáætlun verður birt samhliða bæjarstjórnarfundi 7. nóvember.

Stefnt er að því að halda kynningarfund um fjárhagsáætlunina fimmtudaginn 15. nóvember kl. 17:30.

Fulltrúar B- og D lista leggja fram eftirfarandi bókun:
Í ljósi breyttra forsenda sem fram komu undir lok vinnu við gerð fjárhagsáætlunar, annars vegar áætlun um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og hins vegar nýrri verðbólguspá Hagstofu, er niðurstaða fjárhagsáætlunar lakari en lagt var upp með. Þessum breyttu forsendum er í áætlun mætt með heimild til aukinnar lántöku. Fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar gera þann fyrirvara við þá heimild að rétt geti verið að endurskoða áætlunina milli umræðna og jafnframt aftur með hliðsjón af gerð nýrra kjarasamninga á komandi ári. Einnig verði áætlun um nýframkvæmdir stöðugt í endurskoðun. Markmið meirihluta bæjarstjórnar er að sú lántökuheimild sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2019 verði ekki nýtt að fullu og að endanleg ákvörðun um lántökur verði tekin haustið 2019.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 284. fundur - 07.11.2018

Fyrir fundinum liggur fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2019 ásamt þriggja ára áætlun 2020 - 2022, sem vísað var frá bæjarráði til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Eftirtaldir tóku til máls um fjárhagsáætlunina: Björn Ingimarsson, sem kynnti áætlunina og lagði hana fram til fyrri umræðu. Aðrir sem til máls tóku voru í þessari röð: Björg Björnsdóttir, sem lagði fram bókun f.h. L- listans. Gunnar Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson, sem lagði fram bókun f.h. B- og D-lista. og Björg Björnsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2019, ásamt þriggja ára áætlun, til síðari umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að boða til kynningarfundar um fjárhagsáætlunina 15. nóvember kl. 17:30.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bókun frá L-listanum
Fulltrúar L-lista beina því til formanns bæjarráðs og formanns stjórnar HEF að boðað verði til fundar með aðkomu bæjarstjóra þar sem skýrt verði hvert verklag eigi að vera við gerð fjárhagsáætlunar HEF. Sömuleiðis verði farið nákvæmlega yfir það hvernig áætlanir B-hluta samstæðunnar hafa áhrif á fjárhagsáætlun samstæðunnar.

Fulltrúar B- og D lista leggja fram eftirfarandi bókun:
Í ljósi breyttra forsenda sem fram komu undir lok vinnu við gerð fjárhagsáætlunar, annars vegar áætlun um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og hins vegar nýrri verðbólguspá Hagstofu, er niðurstaða fjárhagsáætlunar lakari en lagt var upp með. Þessum breyttu forsendum er í áætlun mætt með heimild til aukinnar lántöku. Fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar ítreka það sem bókað var við afgreiðslu áætlunarinnar í bæjarráði og gera þann fyrirvara að rétt geti verið að endurskoða áætlunina milli umræðna og jafnframt aftur með hliðsjón af gerð nýrra kjarasamninga á komandi ári. Einnig verði áætlun um nýframkvæmdir stöðugt í endurskoðun. Markmið meirihluta bæjarstjórnar er að sú lántökuheimild sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2019 verði ekki nýtt að fullu og að endanleg ákvörðun um lántökur verði tekin haustið 2019.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 446. fundur - 12.11.2018

Fram kom að kynningarfundur vegna fjárhagsáætlunar verður haldinn í Hlymsdölum fimmtudaginn 15. nóv. kl. 17:30.
Að öðru leyti er fjárhagsáætlunin í vinnslu fyrir aðra umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 447. fundur - 19.11.2018

Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2019, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2020 -2022 til síðari umræðu í bæjarstjórn.


Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að álagningarhlutföll og viðmiðunartölur fyrir árið 2019 verði sem hér segir:

Álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt eða 14,52%

Fasteignaskattur verði óbreyttur, eða sem hér segir:
A flokkur 0,5%
B flokkur 1,32%
C flokkur 1,65%

Lóðarleiga verði óbreytt á eignarlóðum Fljótsdalshéraðs, eða 0,75%
Sorpgjald á íbúð verði:
Söfnunargjald kr. 20.906
Förgunargjald kr. 8.955
Samtals
kr. 29.861

Aukatunnur á heimili
Grá tunna 240 L
kr. 10.600 á ári
Græn tunna 240 L
kr. 1.900 á ári
Brún tunna 240 L
kr. 1.900 á ári


Gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs á Fljótsdalshéraði árið 2019 verði jafnframt staðfest í heild sinni.

Heimild til lækkunar fasteignaskatts hjá tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum 2019.
Hámark afsláttar verið: 80.000. Viðmiðunartölur tekna hjá einstaklingi verði:
Lágmark 2.980.000
Hámark 3.910.000
Viðmiðunartölur tekna hjá hjónum verði:
Lágmark 4.190.000
Hámark 5.309.000

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 285. fundur - 21.11.2018

Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram áætlunina til síðari umræðu í bæjarstjórn. Áður hefur hún verið afgreidd af bæjarráði og við fyrri umræðu í bæjarstjórn, auk þess sem hún var kynnt á opnum borgarafundi 15. nóvember sl.
Aðrir sem til máls tóku um fjárhagsáætlunina voru, í þessari röð: Anna Alexandersdóttir og Gunnhildur Ingvarsdóttir.

Helstu niðurstöðutölur eru sem hér segir:

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2019 nema 4.680 millj. kr. samkvæmt samstæðu fyrir A og B hluta, en þar af nema rekstrartekjur A hluta 4.257 millj. kr.

Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir verða alls 3.810 millj. kr. í samstæðu fyrir A og B hluta, þar af eru rekstrargjöld A hluta áætluð 3.703 millj. kr. Afskriftir ársins í A og B hluta nema 297 millj., þar af 178 millj. í A hluta. Fjármagnsliðir verða neikvæðir um 400 millj. í samanteknum A og B hluta, þar af 290 millj. í A hluta.

Eftir fjármagnsliði og afskriftir er rekstrarafkoma ársins jákvæð um 160 millj. kr. í samanteknum A og B hluta. Þar af er afkoma A-hluta jákvæð um 85 millj. kr.

Veltufé frá rekstri er jákvætt um 668 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af er veltufé frá rekstri í A hluta jákvætt um 442 millj. kr.
Fjárfestingahreyfingar ársins 2019 nema nettó 351 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af 219 millj. í A hluta.
Afborganir af lánum og leiguskuldbindingum hjá samstæðu A og B hluta verða 535 millj. kr. á árinu 2019, þar af 367 millj. í A hluta.

Heildarskuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 8.035 millj. kr. í árslok 2019 fyrir A og B hluta. Þar af nema heildarskuldir og skuldbindingar A hluta 4.964 millj. kr.

Skuldaviðmið samstæðu A og B hluta verður 143% í árslok 2019.

Fjárhagsáætlun 2019-2022 í heild sinni er að öðru leyti aðgengileg á heimasíðu Fljótsdalshéraðs.


Jafnframt eru eftirfarandi álagningarhlutföll og viðmiðunartölur fyrir árið 2019 lögð til grundvallar og samþykkt sem hluti af henni.

Álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt eða 14,52%

Fasteignaskattur verði óbreyttur, eða sem hér segir:
A flokkur 0,5%
B flokkur 1,32%
C flokkur 1,65%

Lóðarleiga verði óbreytt á eignarlóðum Fljótsdalshéraðs, eða 0,75%

Sorpgjald á íbúð verði:
Söfnunargjald kr. 20.906
Förgunargjald kr. 8.955
Samtals kr. 29.861

Aukatunnur á heimili
Grá tunna 240 L kr. 10.600 á ári
Græn tunna 240 L kr. 1.900 á ári
Brún tunna 240 L kr. 1.900 á ári

Gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs á Fljótsdalshéraði árið 2019 er jafnframt staðfest í heild sinni.

Heimild til lækkunar fasteignaskatts hjá tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum 2019:
Hámark afsláttar verði: 80.000. Viðmiðunartölur tekna hjá einstaklingi verði:
Lágmark 2.980.000
Hámark 3.910.000
Viðmiðunartölur tekna hjá hjónum verði:
Lágmark 4.190.000
Hámark 5.309.000.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2019 við seinni umræðu, ásamt þriggja ára áætlun 2020 - 2022 og framangreindum álagningarhlutföllum og viðmiðunartölum. Fyrri umræða um fjárhagsáætlunina fór fram 7. nóvember sl. og var hún birt í Kauphöllinni þann sama dag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.