Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir vinnu við uppsetningu á kynningarbás sveitarfélagsins á náms- og atvinnusýninunni sem handin verður í íþróttamiðstöðinni nk. laugardag. Gert er ráð fyrir að bæjarstjóri og bæjarfulltrúar verði til viðtals í kynningarbásnum. Bæjarráð hvetur íbúa sveitarfélagsins og Austfirðinga alla til að sækja sýninguna.
Til fundar mættu Páll B. Pálsson framkvæmdastjóri HEF og Gunnar Jónsson stjórnarformaður HEF til að ræða þátttöku HEF í ljósleiðaralögnum og upplýsa um rör og ljósleiðara sem til eru í þeirra eigu bæði í þéttbýli og út í dreifbýli. Að lokinni þessari yfirferð samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að funda frekar með fulltrúum HEF. Málið verður svo aftur til umræðu á næsta fundi bæjarráðs.
Lagt fram til kynningar erindi frá Ildi, Sigurborgu Kr. Hannesdóttur, þar sem sveitarfélaginu er boðin þjónusta fyrirtækisins td. vegna framkvæmdar íbúasamráðs og fl.
Farið yfir athugasemdir lögfræðings á samningsdrögum sem hafa borist varðandi uppsetningu rafhleðslustöðva. Samþykkt að fá verkefnastjóra í orkuskiptum á Austurlandi til að koma til fundar við bæjarráð og fara yfir málið.
Farið yfir drög að dagskrá heimsóknar forseta Íslands á Borgarfjörð og Hérað 11. og 13. september. Dagskráin verður auglýst opinberlega síðar þegar hún liggur endanlega fyrir.