Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

436. fundur 27. ágúst 2018 kl. 08:15 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2018

Málsnúmer 201801001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál sem tengjast rekstri sveitarfélagsins og upplýsti bæjarráðsmenn um stöðu þeirra.

2.Fjárhagsáætlun 2019 - 2022

Málsnúmer 201804070

Guðlaugur Sæbjörnsson fór yfir ýmsar forsendur og forvinnu vegna áætlunargerðarinnar. Sérstaklega fór hann yfir skatttekjuspá 2019.

3.Norrænt samstarfsverkefni um betri bæi 2018

Málsnúmer 201802004

Liðnum frestað til næsta fundar.

4.Náms- og atvinnulífsýning Austurlands.

Málsnúmer 201807007

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir vinnu við uppsetningu á kynningarbás sveitarfélagsins á náms- og atvinnusýninunni sem handin verður í íþróttamiðstöðinni nk. laugardag. Gert er ráð fyrir að bæjarstjóri og bæjarfulltrúar verði til viðtals í kynningarbásnum.
Bæjarráð hvetur íbúa sveitarfélagsins og Austfirðinga alla til að sækja sýninguna.

5.Lagning ljósleiðara í Eiðaþinghá

Málsnúmer 201805153

Til fundar mættu Páll B. Pálsson framkvæmdastjóri HEF og Gunnar Jónsson stjórnarformaður HEF til að ræða þátttöku HEF í ljósleiðaralögnum og upplýsa um rör og ljósleiðara sem til eru í þeirra eigu bæði í þéttbýli og út í dreifbýli.
Að lokinni þessari yfirferð samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að funda frekar með fulltrúum HEF. Málið verður svo aftur til umræðu á næsta fundi bæjarráðs.

6.Íbúasamráð og þátttaka íbúa

Málsnúmer 201808153

Lagt fram til kynningar erindi frá Ildi, Sigurborgu Kr. Hannesdóttur, þar sem sveitarfélaginu er boðin þjónusta fyrirtækisins td. vegna framkvæmdar íbúasamráðs og fl.

7.Rafbílavæðing

Málsnúmer 201702095

Farið yfir athugasemdir lögfræðings á samningsdrögum sem hafa borist varðandi uppsetningu rafhleðslustöðva. Samþykkt að fá verkefnastjóra í orkuskiptum á Austurlandi til að koma til fundar við bæjarráð og fara yfir málið.

8.Heimsókn forseta Íslands

Málsnúmer 201808166

Farið yfir drög að dagskrá heimsóknar forseta Íslands á Borgarfjörð og Hérað 11. og 13. september.
Dagskráin verður auglýst opinberlega síðar þegar hún liggur endanlega fyrir.

Fundi slitið - kl. 11:00.