Lagt fram boð um þátttöku í náms- og atvinnulífssýningu sem haldin verður á Egilsstöðum 1. september og ber heitið Að heiman og heim. Bæjarráð samþykkir þátttöku Fljótsdalshéraðs í sýningunni og felur bæjarstjóra að vinna að undirbúningi málsins.
Farið yfir fyrirhugaða náms- og atvinnulífssýningu Að heiman og heim, sem samtökin Ungt Austurland hyggjast halda 1. september nk. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að til viðbótar við áður samþykktan styrk til sýningarinnar, leggi Fljótsdalshérað sýningunni til húsnæði íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum án endurgjalds.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir vinnu við uppsetningu á kynningarbás sveitarfélagsins á náms- og atvinnusýninunni sem handin verður í íþróttamiðstöðinni nk. laugardag. Gert er ráð fyrir að bæjarstjóri og bæjarfulltrúar verði til viðtals í kynningarbásnum. Bæjarráð hvetur íbúa sveitarfélagsins og Austfirðinga alla til að sækja sýninguna.
Bæjarráð samþykkir þátttöku Fljótsdalshéraðs í sýningunni og felur bæjarstjóra að vinna að undirbúningi málsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.