Farið yfir stöðu mála varðandi fyrirhugaða lagningu ljósleiðara um Eiðaþinghá á árinu 2018. Einnig rædd staða verkefnisins í heild. Samþykkt að óska eftir því að framkvæmdastjóri HEF komi á næsta fund bæjarráðs, til að ræða þær gagnatengingar og tengimöguleika sem HEF ræður yfir í dag.
Til fundar mættu Páll B. Pálsson framkvæmdastjóri HEF og Gunnar Jónsson stjórnarformaður HEF til að ræða þátttöku HEF í ljósleiðaralögnum og upplýsa um rör og ljósleiðara sem til eru í þeirra eigu bæði í þéttbýli og út í dreifbýli. Að lokinni þessari yfirferð samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að funda frekar með fulltrúum HEF. Málið verður svo aftur til umræðu á næsta fundi bæjarráðs.
Farið yfir stöðuna og aðkomu HEF að þessum málun síðustu ár og þá innviði sem þegar eru til staðar í þeirra eigu. Einnig þá samstarfssamninga sem gerðir hafa verið um lagningu ljósleiðara. Bæjarráð samþykkir að óska eftir því við HEF að fyrirtækið og starfsmenn þess taki að sér að leiða ljósleiðaravæðingu í dreifbýli á Fljótsdalshéraði fyrir hönd sveitarfélagsins. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.