Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

435. fundur 20. ágúst 2018 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2018

Málsnúmer 201801001

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir fundi sem hann átti nýlga í Reykjavík, m.a. í fjármálaráðuneytinu varðandi ríkisjarðir. Einnig fór hann yfir drög að dagskrá vegna komu forseta Íslands 12. og 13. september, en hún er í mótun.

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 201802134

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti drög að viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2018, vegna 25 milljón kr. hækkunar launaliða á 0254 og 0255 út af launaleiðréttingu. Gert er ráð fyrir að fjármögnun verði mætt með hækkun framlaga vegna málaflokks fatlaðra.

Sundurliðun:
02-50 hækkun tekna um 25 milljónir
02-54 hækkun launaliða 7,5 milljónir
02-55 hækkun launaliða 17,5 milljónir.

Tilfærsla áður samþykktrar áætlunar.
02-50 lækkun tekna 67,2 milljónir.
0010-0143 hækkun tekna 67,2 milljónir.

Viðaukinn samþykktur samhljóða.


3.Fundur Sv-Aust þriðjudaginn 14. ágúst 2018

Málsnúmer 201808066

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Aðalfundur SSA 2018

Málsnúmer 201806160

Farið yfir málefnatillögur Fljótsdalshéraðs sem óskað er eftir að fái umfjöllun á fundinum.

5.Árbækur Ferðafélags Íslands

Málsnúmer 201808075

Lagðar fram árbækur Ferðafélags Íslands um Fljótsdalshéraðs, sem höfundur þeirra Hjörleifur Guttormsson sendi sveitarfélaginu að gjöf.
Bæjarráð þakkar Hjörleifi fyrir bækurnar og ekki síður þá miklu vinnu sem hann hefur í gegnum tíðina lagt í, við að safna saman og gefa út fróðleik um náttúru og sögu Fljótsdalshéraðs og Austurlands.

6.Saga Eiðaskóla /umsókn um styrk

Málsnúmer 201808085

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar til afgreiðslu.

7.Lagning ljósleiðara í Eiðaþinghá

Málsnúmer 201805153

Farið yfir stöðu mála varðandi fyrirhugaða lagningu ljósleiðara um Eiðaþinghá á árinu 2018. Einnig rædd staða verkefnisins í heild. Samþykkt að óska eftir því að framkvæmdastjóri HEF komi á næsta fund bæjarráðs, til að ræða þær gagnatengingar og tengimöguleika sem HEF ræður yfir í dag.

Fundi slitið - kl. 10:00.