Viðaukar við fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 201802134

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 417. fundur - 26.02.2018

Lögð fram tillaga að viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2018, varaðandi yfirfærslu á fastafjármunum Fasteignafélags Iðavalla ehf, sem er B-hlutafyrirtæki, yfir í Eignasjóð (A-hluta)
Samþykkt að yfirfærsluverð verði í samræmi við fasteignamat á viðkomandi eign sem er reiðhöllin. Um er að ræða ríflega 35 milljóna kr. verðmæti
Í samþykktri fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að yfirfærsluverð væri 15 milljón krónum lægra. Fjárfestingaheimild Eignasjóðs hækkar sem þessu nemur.
Bæjarráð samþykkir framangreindan viðauka fyrir sitt leyti.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 421. fundur - 19.03.2018

Kynntur viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2018, vegna framlaga Minjasafns og Héraðsskjalasafns út af viðbótarframlagi í Lífeyrissjóðinn Brú. Um er að ræða hlutfallslegt framlag Fljótsdalshéraðs.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hækka framlög til Héraðsskjalasafns og Minjasafns um kr. 2.590.000.
Fjármagnið verður tekið af lið 27010 og hefur ekki áhrif á rekstarniðurstöðu og efnahag sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 428. fundur - 28.05.2018

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti viðauka nr 3 við fjárhagsáætlun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að hækka fjárheimildir á málaflokki 21 um 9 milljónir, vegna kostnaðar og vinnu við innleiðingu persónuverndarlaga. Upphæðin er tekin af málaflokki 27. Áhrif á niðurstöður reksturs og sjóðstreymis eru því engin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 429. fundur - 04.06.2018

Fjármálastjóri lagði fram viðauka 4 við fjárhagsáætlun ársins 2018, vegna auka deildar fyrir leikskólabörn.
Heidarkostnaður verði 14.693.000, þar til frádráttar koma leikskólagjöld upp á 1.500.000. Nettó kostnaður verði því 13.193.000.

Kostnaði verði mætt þannig:
Af lið 0404 kr. 4.600.000
Af lið 0414 kr. 2.500.000
Af lið 0010 kr. 3.645.000
Af lið 2700 kr. 2.448.000

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framangreindan viðauka.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 435. fundur - 20.08.2018

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti drög að viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2018, vegna 25 milljón kr. hækkunar launaliða á 0254 og 0255 út af launaleiðréttingu. Gert er ráð fyrir að fjármögnun verði mætt með hækkun framlaga vegna málaflokks fatlaðra.

Sundurliðun:
02-50 hækkun tekna um 25 milljónir
02-54 hækkun launaliða 7,5 milljónir
02-55 hækkun launaliða 17,5 milljónir.

Tilfærsla áður samþykktrar áætlunar.
02-50 lækkun tekna 67,2 milljónir.
0010-0143 hækkun tekna 67,2 milljónir.

Viðaukinn samþykktur samhljóða.