Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

429. fundur 04. júní 2018 kl. 09:00 - 10:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2018

Málsnúmer 201801001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkra fjármálatengda liði sem varða rekstur sveitarfélagsins og kynnti bæjarráði.
M.a. sýndi hann nýjar upplýsingar um breytingu á fasteignamati milli áranna 2018 og 2019, sem birt hefur verið á vef Fasteignamatsins.

2.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201803026

Farið yfir hugmyndir um viðbyggingu við leikskólann Hádegishöfða og þörf á að skipa sérstaka byggingarnefnd vegna verkefnisins. Bæjarráð leggur til að byggingarnefnd verði skipuð á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar og að í henni verði fulltrúar frá fræðslunefnd, umhverfis- og framkvæmdanefnd og leikskólastjóri Hádegishöfða. Starfsmenn nefndarinnar verið fræðslustjóri og yfirmaður eignasjóðs.
Rætt um gerð útikörfuboltavallar við íþróttamiðstöðina, sem verið hefur í undirbúningi um sinn. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða framkvæmdina við stjórn körfuboltadeildarinnar og gera tillögu um fyrirkomulag hennar.

3.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 201802134

Fjármálastjóri lagði fram viðauka 4 við fjárhagsáætlun ársins 2018, vegna auka deildar fyrir leikskólabörn.
Heidarkostnaður verði 14.693.000, þar til frádráttar koma leikskólagjöld upp á 1.500.000. Nettó kostnaður verði því 13.193.000.

Kostnaði verði mætt þannig:
Af lið 0404 kr. 4.600.000
Af lið 0414 kr. 2.500.000
Af lið 0010 kr. 3.645.000
Af lið 2700 kr. 2.448.000

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framangreindan viðauka.

4.Fundargerð 860. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201805193

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Samningaviðræður vegna Kröflulínu 3/Fundarboð

Málsnúmer 201712011

Lögð fram drög að samningi milli Landsnets og Fljótsdalshéraðs vegna fyrirhugaðrar lagningar Kröflulínu 3 um jörðina Sænautasel, sem er í eigu sveitarfélagsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur og bæjarstjóra verði falið að undirrita hann.

6.Jafnlaunavottun

Málsnúmer 201805202

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samið verði við PwC um verkefnisstjórnun á innleiðingu jafnlaunavottunar, á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs í verkið.

7.Umsókn um leyfi til að halda torfærukeppni í Mýnesgrúsum 1.júlí 2018

Málsnúmer 201806010

Bæjarráð samþykkir að veita umbeðið leyfi með þeim fyrirvara að allra nauðsynlegra leyfa og trygginga verði aflað.

Fundi slitið - kl. 10:45.