Lagt fram fundarboð vegna samningaviðræðna um Kröflulínu 3, sem áformað er að liggi um land Sænautasels sem er í eigu Fljótsdalshéraðs. Fundurinn er boðaður á Hótel Héraði þann 13. desember nk. kl. 14:15.
Bæjarráð samþykkir að bæjarráð ásamt skipulags- og byggingarfulltrúa mæti á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Farið yfir gögn varðandi samninga vegna Kröflulínu 3. Bæjarstjóra falið að undirbúa samningaviðræður, en fundur um málið er boðaður á Hótel Héraði 13. mars kl. 11:00.
Farið yfir drög að samningi vegna Kröflulínu 3. Jón Jónsson lögmaður var í símasambandi við bæjarráð og tók þátt í fundinum undir þessum lið. Boðað hefur verið til samningafundar um málið kl. 10:00 2. maí nk. Fulltrúar í bæjarráði verða boðaðir á þann fund, ásamt formanni umhverfis- og framkvæmdanefndar og skipulags- og byggingafulltrúa.
Lögð fram drög að samningi milli Landsnets og Fljótsdalshéraðs vegna fyrirhugaðrar lagningar Kröflulínu 3 um jörðina Sænautasel, sem er í eigu sveitarfélagsins. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur og bæjarstjóra verði falið að undirrita hann.
Bæjarráð samþykkir að bæjarráð ásamt skipulags- og byggingarfulltrúa mæti á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.