Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

425. fundur 23. apríl 2018 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Björn Ingimarsson bæjarstjóri

1.Fjármál 2018

Málsnúmer 201801001

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir og kynnti drög að viðauka við sakomulag milli Landsvirkjunar og Landbótasjóðs Norður-Héraðs.

Einnig óskaði Björn eftir heimild bæjarráðs til að veita félagsmálastjóra og umsjónarmanni fasteigna prókúru til að undirrita húsaleigusamninga fh. sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir heimildina.

2.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201803026

Í vinnslu.

3.Fundargerð 239. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201804107

Gunnar Jónsson sagði frá fundunum og einnig öðrum fundum á vegum HEF á síðustu vikum.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

4.Húsnæðisáætlun fyrir Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201804049

Bæjarráð lýsir ánægju sinni með áætlunina og leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt.

5.Verndarsvæði og byggðaþróun

Málsnúmer 201804104

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri sæki ráðstefnuna, eigi hann þess kost.

6.Samningaviðræður vegna Kröflulínu 3/Fundarboð

Málsnúmer 201712011

Farið yfir drög að samningi vegna Kröflulínu 3. Jón Jónsson lögmaður var í símasambandi við bæjarráð og tók þátt í fundinum undir þessum lið.
Boðað hefur verið til samningafundar um málið kl. 10:00 2. maí nk. Fulltrúar í bæjarráði verða boðaðir á þann fund, ásamt formanni umhverfis- og framkvæmdanefndar og skipulags- og byggingafulltrúa.

7.Aðalfundur Vísindagarðsins ehf. 2018

Málsnúmer 201804112

Bæjarráð samþykkir að Björn Ingimarsson bæjarstjóri fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs af fundinum.

8.Þingsályktunartillaga um stefnumótandi byggðaáætlun 2018 - 2024

Málsnúmer 201804113

Bæjarráð telur margt jákvætt koma fram í þingsályktunardrögunum og vísar þeim til umræðu og umfjöllunar í bæjarstjórn.

9.Frumvarp til laga um Póst- og fjarskiptastofnun o.fl. (gjaldtaka fyrir tíðnir og alþjónusta)

Málsnúmer 201804114

Bæjarráð fagnar 2. grein laganna, varðandi skilgreiningu á nothæfri internetþjónustu, sem hluta af alþjónustu.
Bæjarráð gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við frumvarpið.

10.Tillaga til þingsályktunar um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018 - 2029

Málsnúmer 201804118

Lagt fram til kynningar.

11.Frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða

Málsnúmer 201804119

Bæjarráð ítrekar fyrri athugasemdir, en sveitarfélög á Austurlandi og Vestfjörðum hafa áður mótmælt þeim áformum sem fram koma í frumvarpinu harðlega. Bæjarráð telur eðlilegt að skipulagsvald inni á fjörðum og úti fyrir ströndum sé í höndum viðkomandi sveitarfélags.

12.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu veitinga / Skálinn Diner

Málsnúmer 201804050

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu veitinga í flokki II að Fagradalsbraut 13 Egilsstöðum. Umsækjandi er 701 Hotels ehf.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarráð jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Bæjarráð bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 11:00.