Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201803026

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 424. fundur - 16.04.2018

Farið yfir niðurstöður fræðslunefndar vegna áforma um viðbyggingu við leikskólann á Hádegishöfða.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 428. fundur - 28.05.2018

Lagðar fram tillöguteikningar að stækkun leikskóla við Hádegishöfða, en málið að öðru leyti í vinnslu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 429. fundur - 04.06.2018

Farið yfir hugmyndir um viðbyggingu við leikskólann Hádegishöfða og þörf á að skipa sérstaka byggingarnefnd vegna verkefnisins. Bæjarráð leggur til að byggingarnefnd verði skipuð á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar og að í henni verði fulltrúar frá fræðslunefnd, umhverfis- og framkvæmdanefnd og leikskólastjóri Hádegishöfða. Starfsmenn nefndarinnar verið fræðslustjóri og yfirmaður eignasjóðs.
Rætt um gerð útikörfuboltavallar við íþróttamiðstöðina, sem verið hefur í undirbúningi um sinn. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða framkvæmdina við stjórn körfuboltadeildarinnar og gera tillögu um fyrirkomulag hennar.