Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

423. fundur 09. apríl 2018 kl. 09:00 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2018

Málsnúmer 201801001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti minnisblað frá Sambandi sveitarfélaga yfir áætlaðan kostnað sveitarfélaga vegna innleiðingar persónuverndarmála.

2.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201803026

Í vinnslu.

3.Fundargerð 858. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201803160

Lagt fram til kynningar.

4.Samstarf sveitarfélaga á Austurlandi

Málsnúmer 201802039

Farið yfir niðurstöður úr skoðanakönnum meðal íbúa þeirra 6 sveitarfélaga sem eru í samstarfi um félagsþjónustu og brunavarnir á Austurlandi, um mögulega sameiningu og/eða aukið samstarf.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs fagnar þeim áhuga sem íbúar sveitarfélaganna sýna á mögulegri sameiningu sveitarfélaga á svæðinu og þakkar íbúum þátttökuna.
Bæjarráð hvetur jafnframt fulltrúa viðkomandi sveitarfélga, í frahaldi af sveitarstjórnarkosningum í vor, til að umdirbúa viðræður um mögulega sameiningu þeirra sveitarfélaga þar sem niðurstaða var afgerandi.

5.Fundir með fulltrúum vegagerðarinnar

Málsnúmer 201804002

Ræddur fundur með fulltrúum Vegagerðarinnar sem haldinn var nýlega. Stefnt er að því að starfsmenn sveitarfélagsins fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar varðandi úrlausn mála sem þar voru rædd í næstu viku.

6.Aðstaða fyrir líkhús

Málsnúmer 201803052

Í vinnslu.

7.Frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur

Málsnúmer 201803156

Bæjarráð vekur athygli á 3. grein frumvarpsins og telur óheppilegti að ekki liggi fyrir nánari skilgreining á því hvað við er átt með
„sambærilegu húsnæði“.

8.Frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði

Málsnúmer 201803161

Bæjarráð veitir ekki umsögn um frumvarpið.

Fundi slitið - kl. 10:15.