Lögð fram hugmynd að könnunarblaði, sem sent yrði út til íbúa sveitarfélaganna á starfssvæði félagsþjónustunnar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Fljótsdalshérað taki þátt í könnuninni. Framkvæmd verkefnisins vísað til starfsmanna bæjarskrifstofunnar og óskað tillagna að verklagi.
Farið yfir niðurstöður úr skoðanakönnum meðal íbúa þeirra 6 sveitarfélaga sem eru í samstarfi um félagsþjónustu og brunavarnir á Austurlandi, um mögulega sameiningu og/eða aukið samstarf.
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs fagnar þeim áhuga sem íbúar sveitarfélaganna sýna á mögulegri sameiningu sveitarfélaga á svæðinu og þakkar íbúum þátttökuna. Bæjarráð hvetur jafnframt fulltrúa viðkomandi sveitarfélga, í frahaldi af sveitarstjórnarkosningum í vor, til að umdirbúa viðræður um mögulega sameiningu þeirra sveitarfélaga þar sem niðurstaða var afgerandi.
Farið yfir umræðu og hugmyndir um mögulega sameingu sveitarfélaganna Djúpavogshrepps, Fljótadalshérðas, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Borgarfjarðarhrepps. Stefnt er á að fulltrúar sveitarfélaganna ræði málin frekar á vinnufundi nú í vikunni.
Farið yfir stöðu mála varðandi viðræður um mögulega sameiningu sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Fljótsdalshéraðs og Djúpavogshrepps. Bæjarráð beinir því til bæjarstjórnar að taka málið til afgreiðslu á næsta fundi sínum.
Til máls tóku um eftirfarandi tillögu: Björg Björnsdóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Aðalsteinn Ásmundarson, Anna Alexandersdóttir, Gunnar Jónsson og Björg Björnsdóttir.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að skipa 3 fulltrúa í samstarfsnefnd sem kanna skal möguleika á sameiningu sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar í samræmi við 119. grein sveitarstjórnarlaga. Ákvörðun þessi er tekin á grundvelli niðurstöðu skoðunarkönnunar á meðal íbúa umræddra sveitarfélaga, er framkvæmd var á vordögum 2018, en niðurstöður hennar sýndu vilja íbúa til sameiningar. Horft er til þess m.a. að sameining muni leiða til bættrar þjónustu, öflugri stjórnsýslu og auknum líkum á að ná árangri í áherslum í byggða- og samgöngumálum er unnið hefur verið að árum saman. Stefnt skal að því að samstarfsnefnd skili niðurstöðum til sveitarfélaganna þannig að hægt verði að leggja þær fyrir íbúa þeirra til ákvörðunar fyrir lok árs 2019 en samstarfsnefndinni er falið að setja verkefninu tímaramma og endurskoða hann eftir því sem verkefninu vindur fram. Fulltrúi Fljótsdalshéraðs skal boða samstarfsnefndina saman til fyrsta fundar. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs felur bæjarráði að skipa fulltrúa Fljótsdalshéraðs og tilkynna um það til hinna sveitarfélaganna.
Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem kynnti málið og lagði fram drög að bókun. Björg Björnsdóttir. Hannes Karl Hilmarsson. Gunnar Jónsson. Stefán Bogi Sveinsson sem lagði fram fyrirspurn. Anna Alexandersdóttir. Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn. Anna Alexandersdóttir. Gunnhildur Ingvarsdóttir sem lagði fram fyrirspurn. Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn.
Í októbermánuði 2018 samþykktu sveitarstjórnir Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar að skipa samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna samkvæmt 1. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga. Samstarfsnefnd hefur skilað áliti sínu til sveitarstjórna með skilabréfi dags. 29. maí. Skilabréfinu fylgja eftirtalin gögn: -Skýrslan Sveitarfélagið Austurland-stöðugreining og forsendur dags. 27. maí 2019, sem unnin var af RR ráðgjöf ehf. að beiðni samstarfsnefndar. -Tillaga að atkvæðaseðli vegna atkvæðagreiðslu íbúanna um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna. -Tillaga að auglýsingu í Lögbirtingarblaði og fjölmiðlum um atkvæðagreiðsluna.
Samstarfsnefndin hefur komið saman á 15 bókuðum fundum. Hafa fundargerðir nefndarinnar komið til umfjöllunar sveitarfélaganna og verið birtar á vefsíðu verkefnisins svausturland.is. Samstarfsnefnd skipaði 6 starfshópa sem fjölluðu um málaflokka sveitarfélaganna og lögðu fram efni og upplýsingar í greiningu og tillögugerð. Minnisblöð frá vinnu starfshópa eru aðgengileg á vefsíðu verkefnisins. Það er álit Samstarfsnefndar að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaganna fjögurra í eitt. Kynningarefni fyrir atkvæðagreiðslu mun byggja á þeirri greiningu og forsendum sem líst er í skýrslunni. Lagt er til að atkvæðagreiðsla fari fram 26. október 2019 í öllum sveitarfélögunum. Jafnframt leggur nefndin til að samstarfsnefnd verði falið að kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum sveitarfélaganna.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að atkvæðagreiðsla fari fram 26. október 2019 og felur samstarfsnefnd að kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum. Bæjarstjórn vísar málinu til síðari umræðu í bæjarstjórn sbr. 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, Björg Björnsdóttir, Stefán Bogi Sveinsson og Gunnar Jónsson.
Í samræmi við 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 tekur bæjarstjórn til síðari umræðu framlagðar tillögur samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Djúpavogshrepps.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn lýsir yfir stuðningi við tillögur samstarfsnefndar og hvetur jafnframt alla íbúa til að kynna sér þær og taka þátt í fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu. Tillögurnar eru aðgengilegar á heimasíðu verkefnisins (https://svausturland.is/) auk þess sem þær verða til kynningar og umfjöllunar í samfélagssmiðju Fljótsdalshéraðs að Miðvangi 31.