Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

283. fundur 17. október 2018 kl. 17:00 - 18:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Steinar Ingi Þorsteinsson 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björg Björnsdóttir bæjarfulltrúi
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Haddur Áslaugsson starfsmaður
  • Guðfinna Harpa Árnadóttir varamaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 442

Málsnúmer 1810001F

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina, lagði fram drög að bókunum og ræddi sérstaklega lið 1.6. Einnig Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 1.6.

Fundargerðin lögð fram.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 443

Málsnúmer 1810008F

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hún sérstaklega lið 2.7. Björg Björnsdóttir, sem ræddi liði 2.6 og 2.7. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 2.7 Anna Alexandersdóttir sem ræddi lið 2.7, Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem ræddi lið 2.7. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2.7. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 2.7. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 2.7 og 2.6 og bar fram fyrirspurn og Björg Björnsdóttir, sem svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram.

3.Atvinnu- og menningarnefnd - 75

Málsnúmer 1810002F

Til máls tók: Guðfinna Harpa Árnadótir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • 3.2 201809090 Ormsteiti 2018
    Bókun fundar Fyrir atvinnu- og menningarnefnd lágu drög að auglýsingu þar sem leitað er eftir aðila til að taka að sér framkvæmd og rekstur Ormsteitis.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi auglýsingu og felur starfsmanni að birta hana við fyrsta tækifæri.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir atvinnu- og menningarnefnd lá bréf, dagsett 28. september 2018, frá Eðvaldi Jóhannssyni og Ásdísi Jóhannsdóttur, fyrir hönd áhugamanna, þar sem sveitarfélagið er hvatt til þess að taka upp viðræður við Sölva Aðalbjarnarson um hvar megi koma útilistaverkum hans fyrir þannig að þau geti glatt íbúa og aðkomufólk. Málinu var vísað til atvinnu- og menningarnefndar frá bæjarráði.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur starfsmanni nefndarinnar að vinna málið áfram í samstarfi við Sölva.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 3.5 201804062 Örnefnaskráning
    Bókun fundar Fyrir liggja drög að samstarfssamningi um söfnun og skráningu örnefna, milli Landmælinga Íslands og Fljótsdalshéraðs.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi samstarfssamning fyrir sitt leyti og fagnar verkefninu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 99

Málsnúmer 1809019F

Fundargerðin lögð fram.

5.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 267

Málsnúmer 1810005F

Fundargerðin lögð fram.

6.Íþrótta- og tómstundanefnd - 46

Málsnúmer 1810003F

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunu og Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 6.1.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu Íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að opnunartími Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum verður lengdur um klukkustund laugardaga og sunnudaga frá og með næstu áramótum. Auknum kostnaði verði mætt með gjaldskrárhækkun og væntanlegum auknum tekjum miðstöðvarinnar.
    Nánari útfærsla á breytingu á gjaldskrá íþróttamiðstöðvarinnar er í vinnslu, en fjárhagsáætlun nefndarinnar að öðru leyti vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.

7.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 72

Málsnúmer 1810004F

Fundargerðin lögð fram.

8.Samstarf sveitarfélaga á Austurlandi

Málsnúmer 201802039

Til máls tóku um eftirfarandi tillögu: Björg Björnsdóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Aðalsteinn Ásmundarson, Anna Alexandersdóttir, Gunnar Jónsson og Björg Björnsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að skipa 3 fulltrúa í samstarfsnefnd sem kanna skal möguleika á sameiningu sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar í samræmi við 119. grein sveitarstjórnarlaga.
Ákvörðun þessi er tekin á grundvelli niðurstöðu skoðunarkönnunar á meðal íbúa umræddra sveitarfélaga, er framkvæmd var á vordögum 2018, en niðurstöður hennar sýndu vilja íbúa til sameiningar. Horft er til þess m.a. að sameining muni leiða til bættrar þjónustu, öflugri stjórnsýslu og auknum líkum á að ná árangri í áherslum í byggða- og samgöngumálum er unnið hefur verið að árum saman.
Stefnt skal að því að samstarfsnefnd skili niðurstöðum til sveitarfélaganna þannig að hægt verði að leggja þær fyrir íbúa þeirra til ákvörðunar fyrir lok árs 2019 en samstarfsnefndinni er falið að setja verkefninu tímaramma og endurskoða hann eftir því sem verkefninu vindur fram.
Fulltrúi Fljótsdalshéraðs skal boða samstarfsnefndina saman til fyrsta fundar.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs felur bæjarráði að skipa fulltrúa Fljótsdalshéraðs og tilkynna um það til hinna sveitarfélaganna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:45.