Íþrótta- og tómstundanefnd - 46

Málsnúmer 1810003F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 283. fundur - 17.10.2018

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunu og Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 6.1.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu Íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að opnunartími Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum verður lengdur um klukkustund laugardaga og sunnudaga frá og með næstu áramótum. Auknum kostnaði verði mætt með gjaldskrárhækkun og væntanlegum auknum tekjum miðstöðvarinnar.
    Nánari útfærsla á breytingu á gjaldskrá íþróttamiðstöðvarinnar er í vinnslu, en fjárhagsáætlun nefndarinnar að öðru leyti vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.