Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

442. fundur 08. október 2018 kl. 08:15 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2018

Málsnúmer 201801001Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkra þætti úr rekstri sveitarfélagsins og kynnti bæjarráði stöðuna.

2.Fjárhagsáætlun 2019 - 2022

Málsnúmer 201804070Vakta málsnúmer

Guðlaugur og Björn fóru yfir ýmis drög að fjárhagsáætlunum næsta árs eins og þau liggja fyrir nú, en nefndir eru að fara betur yfir sínar áætlanir þessar vikurnar. Einnig var farið yfir drög að framkvæmdaáætlun næstu ára og hún mátuð við afkomuspá sveitarfélagsins.

3.Fundargerð 863. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201810022Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2018

Málsnúmer 201810013Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands 24. október kl. 13:30 í Tehúsinu á Egilsstöðum. Bæjarráð samþykkir að fela Birni Ingimarssyni að fara með umboð og atkvæði á fundinum og að Davíð Sigurðarson verði hans varamaður.

5.Samstarf sveitarfélaga á Austurlandi

Málsnúmer 201802039Vakta málsnúmer

Farið yfir umræðu og hugmyndir um mögulega sameingu sveitarfélaganna Djúpavogshrepps, Fljótadalshérðas, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Borgarfjarðarhrepps.
Stefnt er á að fulltrúar sveitarfélaganna ræði málin frekar á vinnufundi nú í vikunni.

6.Uppbygging vindorku innan Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201706031Vakta málsnúmer

Farið yfir umsagnir nefnda sveitarfélagsins varðandi nýtingu á vindorku á Fljótsdalshéraði.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að svara erindi Orkusölunnar á grundvelli spurninga fyrirtækisins og bókana nefnda sveitarfélagsins.

7.Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum,

Málsnúmer 201809135Vakta málsnúmer

Bæjarráð frestar umsögn sinni til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 10:30.