Guðlaugur og Björn fóru yfir ýmis drög að fjárhagsáætlunum næsta árs eins og þau liggja fyrir nú, en nefndir eru að fara betur yfir sínar áætlanir þessar vikurnar. Einnig var farið yfir drög að framkvæmdaáætlun næstu ára og hún mátuð við afkomuspá sveitarfélagsins.
3.Fundargerð 863. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Boðað er til aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands 24. október kl. 13:30 í Tehúsinu á Egilsstöðum. Bæjarráð samþykkir að fela Birni Ingimarssyni að fara með umboð og atkvæði á fundinum og að Davíð Sigurðarson verði hans varamaður.
Farið yfir umræðu og hugmyndir um mögulega sameingu sveitarfélaganna Djúpavogshrepps, Fljótadalshérðas, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Borgarfjarðarhrepps. Stefnt er á að fulltrúar sveitarfélaganna ræði málin frekar á vinnufundi nú í vikunni.
Farið yfir umsagnir nefnda sveitarfélagsins varðandi nýtingu á vindorku á Fljótsdalshéraði. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að svara erindi Orkusölunnar á grundvelli spurninga fyrirtækisins og bókana nefnda sveitarfélagsins.
7.Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum,