Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum,

Málsnúmer 201809135

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 442. fundur - 08.10.2018

Bæjarráð frestar umsögn sinni til næsta fundar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 443. fundur - 15.10.2018

Bæjarráð getur tekið undir að ástæða sé til þess að bæta og skýra réttarstöðu foreldra sem deila forsjá barna sinna. Þrátt fyrir það telur bæjarráð ljóst að frumvarpið sem slíkt snýr fremur að hagsmunum foreldra en því að tryggja hagsmuni og réttindi barns, sbr. það sem fram kemur í umsögn Sambands sveitarfélaga, en þar er vísað til afstöðu umboðsmanns barna til málefnisins.

Bæjarráð bendir einnig á það sem fram kemur í umsögn Sambands sveitarfélaga um að áhrif frumvarpsins á fyrirkomulag þjónustu sveitarfélaganna yrðu veruleg og að þau áhrif hafa ekki verið greind eða kostnaðarmetin. Verður að gera þá kröfu til Alþingis að þaðan séu ekki samþykkt lög sem hafi víðtækar afleiðingar fyrir sveitarfélögin án þess að slíkt mat fari fram.