Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

443. fundur 15. október 2018 kl. 08:15 - 09:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2018

Málsnúmer 201801001Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir tekjujöfnunarframlag Jöfnunarsjóðs, en Fljótsdalshérað fær ekki slíkt framlag.

2.Fjárhagsáætlun 2019 - 2022

Málsnúmer 201804070Vakta málsnúmer

Rætt um vinnuna við gerð fjárhagsáætlunar 2019.

3.Fundargerðir stjórnar SSA starfsárið 2018 - 2019

Málsnúmer 201809072Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerð SvAust 9. október 2018

Málsnúmer 201810081Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson sagði frá umræðum á fundinum og fundi sem haldinn var með Vegagerðinni varðandi almenningssamgöngur.

5.Samstarf sveitarfélaga á Austurlandi

Málsnúmer 201802039Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála varðandi viðræður um mögulega sameiningu sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Fljótsdalshéraðs og Djúpavogshrepps.
Bæjarráð beinir því til bæjarstjórnar að taka málið til afgreiðslu á næsta fundi sínum.

6.Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum,

Málsnúmer 201809135Vakta málsnúmer

Bæjarráð getur tekið undir að ástæða sé til þess að bæta og skýra réttarstöðu foreldra sem deila forsjá barna sinna. Þrátt fyrir það telur bæjarráð ljóst að frumvarpið sem slíkt snýr fremur að hagsmunum foreldra en því að tryggja hagsmuni og réttindi barns, sbr. það sem fram kemur í umsögn Sambands sveitarfélaga, en þar er vísað til afstöðu umboðsmanns barna til málefnisins.

Bæjarráð bendir einnig á það sem fram kemur í umsögn Sambands sveitarfélaga um að áhrif frumvarpsins á fyrirkomulag þjónustu sveitarfélaganna yrðu veruleg og að þau áhrif hafa ekki verið greind eða kostnaðarmetin. Verður að gera þá kröfu til Alþingis að þaðan séu ekki samþykkt lög sem hafi víðtækar afleiðingar fyrir sveitarfélögin án þess að slíkt mat fari fram.

7.Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun 2019 - 2033

Málsnúmer 201810087Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fara yfir sammgönguáætlunina og gera drög að umsögn um hana sem lögð verði fyrir næsta bæjarráðsfund.

Fundi slitið - kl. 09:15.