Fjármál 2018

Málsnúmer 201801001

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 411. fundur - 08.01.2018

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir ýmis mál varðandi rekstur sveitarfélagsins. M.a. kynnti hann drög að samningi við Brú lífeyrissjóð vegna uppgjörs á aukaframlagi Fljótsdalshéraðs við sjóðinn, samkvæmt samkomulagi ríkisins og sveitarfélaga þar um.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 412. fundur - 15.01.2018

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri sveitarfélagsins.
Sérstaklega fór hann yfir uppgjör við lífeyrissjóðinn Brú, en nú liggja fyrir útreiknaðar tölur frá sjóðnum. Áætlað framlag er alls upp á 325 milljónir króna. Í núverandi fjárhagsáælun var gert ráð fyrir 390 milljónum vegna þessa. Skuldbindingin skiptist í Jafnvægissjóð,sem er uppreiknuð áfalin skuldbinding upp á 102 milljónir, Lífeyrisauka, sem er þá uppreiknuð framtíðarskuldbinding upp á 201 milljón og svo Varúðarsjóður sem er upp á 22 milljónir.
Farið yfir tillögur að fjármögnun vegna uppgjörs á þessum lífeyrisskuldbindingum og þá möguleika sem sveitarfélagið hefur.
Að lokinni yfirferð var bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að sækja um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga og ganga frá uppgjöri við Lífeysissjóðinn Brú á framangreindum skuldbindingum.

Björn kynnti fyrirspurn frá Landsvikjun, varðandi rofvarnir við Lagarfljót og áætlanir um framkvæmdir.
Bæjarráð óskar eftir því að málið verði sem fyrst tekið fyrir á fundi samráðsnefndar Fljótsdalshéraðs og Landsvirkjunar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 413. fundur - 22.01.2018

Björn Ingimarsson bæjarstjóri og Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynntu að Lánasjóðurinn hefur samþykkt lánveitingu til Fljótsdalshéraðs vegna uppgjörs lífeyrisskuldbindinga í lífeyrissjóðinn Brú, í samræmi við áður kynnt gögn. Lánaskjöl munu berast innan tíðar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 414. fundur - 05.02.2018

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri sveitarfélagsins og uppgjöri fyrir síðasta ár.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 415. fundur - 12.02.2018

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir ýmis mál tengd rekstri sveitarfélagsins og uppgjöri fyrir árið 2017.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 416. fundur - 19.02.2018

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir ýmis mál tengd fjármálum sveitarfélagsins og uppgjöri síðasta reikningsárs.
Fjármálastjóri lagði fram tillögu að viðauka 1 vegna yfirfærslu Reiðhallarinnar á Iðavöllum úr B-hlutafyrirtæki yfir í Eignasjóð sveitarfélagsins. Endanleg tillaga verður lögð fyrir næsta bæjarráðsfund.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 417. fundur - 26.02.2018

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir staðgreiðsluskil ársins og sömu leiðis fór Björn Ingimarsson yfir nokkra fundi sem hann átti á undanförnum dögum í Reykjavík. Einnig bætti Stefán Bogi við upplýsingum, en hann sat ásamt Birni fund með starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins, þar sem m.a. var rædd fjármögnun og rekstur sýslumannsembætta.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 418. fundur - 05.03.2018

Guðlaugur Sæjbörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmis fjármálateng málefni.
Magnús Jónsson endurskoðandi mætti á fundinn og fór meðal annars yfir vinnu við uppgjör síðasta árs.


Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarráð Fljótsdalshérað samþykkir hér með fyrir sitt leyti að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól kr. 223.000.000, með lokagjalddaga þann 5. desember 2032, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarráð hefur kynnt sér.
Bæjarráð samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr.
sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á hlutdeild Fljótsdalshéraðs í framtíðarlífeyrisskuldbindingum Lífeyrissjóðsins Brúar sem telst verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Birni Ingimarssyni, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs kt. 301254-4079, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélag að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint,
sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 420. fundur - 12.03.2018

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur mál tengd rekstri og fjármálum sveitarfélagsins. Einnig fór hann yfir fyrstu forsendur að gerð rammaáætlunar fyrir árið 2019.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri ræddi fyrirhugaðan kynningarfund Alcoa með sveitarfélögunum, sem tillaga er um að halda 27. mars kl. 16:00. Bæjarráð samþykkir þá dagsetningu fyrir sitt leyti.

Einnig lagði Björn fram drög að viðaukasamningi milli Landsvirkjunar og Landbótasjóðs Norður-Héraðs. Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til næsta bæjarráðsfundar.

Björn kynnti líka drög að stuðningsyfirlýsingu vegna umsóknar Vatnajökulsþjóðgarðs um skráningu á heimsminjaskrá. Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra heimild til að undirrita yfirlýsinguna fh. sveitarfélagsins.

Björn fór yfir hugmyndir að útikörfuboltavelli á svæðinu sunnan við íþróttamiðstöðina og samstarf við körfuboltadeild Hattar um málið.
Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra að ganga til samninga við körfuknattleiksdeild Hattar um framkvæmdina, þegar samþykkt deiliskipulag svæðisins liggur fyrir, en sá samningur verður svo kynntur bæjarráði og kemur þar til samþykktar síðar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 421. fundur - 19.03.2018

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál sem varða rekstur og fjármál sveitarfélagsins.
M.a. lagði hann fram til kynningar ársreikning Landbótasjóðs.
Gerð var grein fyrir viðræðum stjórnar Landbótasjóðs og fulltrúa Landsvirkjunar varðandi breytingu á orðalagi í viðauka samnings á milli aðila.
Einnig kynnti Guðlaugur yfirlit yfir möguleg áhrif af nýjum kjarasamningi milli grunnskólakennara og sveitarfélaga, sem nú er í samþykktarferli.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 422. fundur - 26.03.2018

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri og fjármálum sveitarfélagsins og upplýsti bæjarráð um þau.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 423. fundur - 09.04.2018

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti minnisblað frá Sambandi sveitarfélaga yfir áætlaðan kostnað sveitarfélaga vegna innleiðingar persónuverndarmála.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 424. fundur - 16.04.2018

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál sem varða rekstur sveitarfélagsins.
Farið yfir heimildir til bæjarstjóra til að veita prókúru vegna frágangs samninga og fl.
Einnig kynnti bæjarstjóri fundarboð vegna heimsóknar ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs til Austurlands 23. - 25. apríl.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 425. fundur - 23.04.2018

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir og kynnti drög að viðauka við sakomulag milli Landsvirkjunar og Landbótasjóðs Norður-Héraðs.

Einnig óskaði Björn eftir heimild bæjarráðs til að veita félagsmálastjóra og umsjónarmanni fasteigna prókúru til að undirrita húsaleigusamninga fh. sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir heimildina.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 426. fundur - 07.05.2018

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur mál tengd rekstri sveitarfélagsins.
Bæjarstjóri kynnti tilboð um þátttöku í ritinu Ísland 2020, atvinnuhættir og menning. Bæjarráð samykkir að taka ekki þátt að þessu sinni.
Sameiginlegur framboðsfundur vegna sveitarstjórnarkosninga 2018. Bæjarráð samþykkir að stefna að sameiginlegum framboðsfundi 22. eða 23 maí.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 427. fundur - 14.05.2018

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti drög að endurskoðaðri innkaupastefnu og innkaupareglur fyrir Fljótsdalshérað, en unnið hefur verið að því að uppfæra þetta m.a. miðað við núgildandi lög. Bæjarráð mun fara yfir drögin og taka þau síðan fyrir á næsta fundi sínum.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 428. fundur - 28.05.2018

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkra liði tengda rekstri sveitarfélagsins og kynnti fyrir bæjarráði.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 429. fundur - 04.06.2018

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkra fjármálatengda liði sem varða rekstur sveitarfélagsins og kynnti bæjarráði.
M.a. sýndi hann nýjar upplýsingar um breytingu á fasteignamati milli áranna 2018 og 2019, sem birt hefur verið á vef Fasteignamatsins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 430. fundur - 25.06.2018

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri sveitarfélagsins og kynnti fundarmönnum.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 431. fundur - 02.07.2018

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkra liði úr bókhaldi sveitarfélagsins og upplýsti fundarmenn um stöðuna.
Einnig fór Björn Ingimarsson bæjarstjóri yfir nokkur mál sem hann er að vinna að.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 432. fundur - 09.07.2018

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti nokkra liði úr bókhaldi sveitarfélagsins og upplýsti bæjarráðið um stöðuna.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 434. fundur - 13.08.2018

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri sveitarfélagsins og kynnti bæjarráði.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 435. fundur - 20.08.2018

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir fundi sem hann átti nýlga í Reykjavík, m.a. í fjármálaráðuneytinu varðandi ríkisjarðir. Einnig fór hann yfir drög að dagskrá vegna komu forseta Íslands 12. og 13. september, en hún er í mótun.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 436. fundur - 27.08.2018

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál sem tengjast rekstri sveitarfélagsins og upplýsti bæjarráðsmenn um stöðu þeirra.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 437. fundur - 03.09.2018

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir nokkra liði úr rekstri sveitarfélasins það sem af er ári og kynnti bæjarráðsmönnum.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 438. fundur - 10.09.2018

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkra liði úr rekstri sveitarfélagsins. M.a. sagði hann frá því að í lok ágúst sl. var íbúafjöldi sveitarfélagsins kominn í 3.615, en var 3.547 um síðustu áramót.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 439. fundur - 17.09.2018

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti myndagjöf frá forseta Íslands, sem hann færði sveitarfélaginu í heimsókn forsetahjónanna á Hérað. Samþykkt að óska eftur því að myndin verði sett upp í Hettunni, þar sem hún tengist uppbyggingu Vilhjálmsvallar.
Einnig fór Björn yfir kostnaðarhugmyndir um uppbyggingu viðbyggingar við íþróttamiðstöðina, sem er í undirbúningi.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir mögulega fjárfestingaspá næstu ára, miðað við tölur úr rekstri í þriggja ára áætlun.
Samþykkt að óska eftir að fulltrúar úr byggingarfélagi Hattar mæti á næsta fund bæjarráðs til að fara yfir málin.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 440. fundur - 24.09.2018

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkra liði úr rekstri sveitarfélagsins og upplýsti bæjarráðið um stöðuna.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 441. fundur - 01.10.2018

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti nokkra punkta varðandi rekstur sveitarfélagsins á árinu.
Einnig kynnti Björn Ingimarsson erindi frá Eðvaldi Jóhannssyni varðandi uppsetningu listaverka. Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar til umfjöllunar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 442. fundur - 08.10.2018

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkra þætti úr rekstri sveitarfélagsins og kynnti bæjarráði stöðuna.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 443. fundur - 15.10.2018

Lagt fram yfirlit yfir tekjujöfnunarframlag Jöfnunarsjóðs, en Fljótsdalshérað fær ekki slíkt framlag.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 444. fundur - 22.10.2018

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 445. fundur - 05.11.2018

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál, sem tengjast rekstri sveitarfélagsins og kynnti bæjarráði stöðu þeirra.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 446. fundur - 12.11.2018

Farið yfir fundarplan bæjarstjórnar það sem eftir er ársins og eins fyrir árið 2019. Tillaga um fundardaga verður lögð fyrir bæjarstjórn.
Einnig fór Björn yfir fundi sem hann átti í Reykjavík fyrir síðustu helgi, bæði með fulltrúum Landsvirkjunar og hönnuði sem er að hanna viðbyggingu við Hádegishöfða.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 447. fundur - 19.11.2018

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkra liði tengda fjármálum og rekstri sveitarfélagsins og upplýsti fundarmenn um stöðuna.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 448. fundur - 26.11.2018

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir forsendur umsóknar í Fjarskiptasjóð vegna Ísland ljóstengt verkefnisins fyrir árið 2019. Að þessu sinni verður Hitaveita Egilsstaða og Fella samstarfsaðili sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 449. fundur - 03.12.2018

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins og kynnti fundarmönnum.
Einnig lögð fram endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir Brunavarnir á Austurlandi fyrir árið 2019, þar sem gerðar eru breytingar á skiptingu fjárframlaga á milli sveitarfélaga. Bæjarráð samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 450. fundur - 10.12.2018

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti nokkur mál sem eru í farvatninu. Einnig benti hann á að nú byrjar Barramarkaðurinn kl. 10:00 og því þyrftu amk. nokkrir bæjarráðsmenn að koma um það leyti, þó allir gætu ekki mætt strax í upphafi.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 451. fundur - 17.12.2018

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir nokkur mál sem varða rekstur og málefni sveitarfélagsins.