Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

446. fundur 12. nóvember 2018 kl. 08:15 - 10:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2018

Málsnúmer 201801001

Farið yfir fundarplan bæjarstjórnar það sem eftir er ársins og eins fyrir árið 2019. Tillaga um fundardaga verður lögð fyrir bæjarstjórn.
Einnig fór Björn yfir fundi sem hann átti í Reykjavík fyrir síðustu helgi, bæði með fulltrúum Landsvirkjunar og hönnuði sem er að hanna viðbyggingu við Hádegishöfða.

2.Fjárhagsáætlun 2019 - 2022

Málsnúmer 201804070

Fram kom að kynningarfundur vegna fjárhagsáætlunar verður haldinn í Hlymsdölum fimmtudaginn 15. nóv. kl. 17:30.
Að öðru leyti er fjárhagsáætlunin í vinnslu fyrir aðra umræðu í bæjarstjórn.

3.Stjórnarfundur Brunavarna á Héraði 22.10.2018

Málsnúmer 201811045

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2018

Málsnúmer 201811023

Bæjarráð samþykkir að Óðinn Gunnar Óðinsson fari með umboð og atkvæði á aðalfundi Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2018. Varamaður hans verði Helgi Hjálmar Bragason.

5.Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2018

Málsnúmer 201811034

Lagt fram fundarboð á aðalfund Skólaskrifstofunnar 23. nóv. nk, ásamt fylgigögnum. Bæjarráð samþykkir að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum. Varamaður verði Stefán Bragason.

6.Norrænt samstarfsverkefni um betri bæi 2018

Málsnúmer 201802004

Farið yfir nýjar tillöguteikningar vegna nýtingar húsnæðisins að Miðvangi 31.
Málið áfram í vinnslu.

7.Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

Málsnúmer 201811019

Farið yfir fyrirliggjandi drög að endurskoðaðri reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman umsögn um drögin og senda í samráðsgátt Stjórnarráðsins.

8.Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028

Málsnúmer 200906071

Farið yfir mögulegar leiðir til endurskoðunar aðalskipulags. Málið er áfram í vinnslu.

9.101 Austurland - Tindar og toppar - þýðing á ensku

Málsnúmer 201811031

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar til afgreiðslu.

10.Tillaga til þingsályktunar um náttúrustofur

Málsnúmer 201811043

Fljótsdalshérað tekur heils hugar undir mikilvægi þess að skipaður verði starfshópur til að meta stöðu náttúrustofa og efla starfsemi þeirra.
Jafnframt er lögð áhersla á það að slíkur starfshópur hafi samráð við sveitarfélög sem að náttúrustofum standa, við gerð sinna tillagna.

11.Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í húsnæðismálum

Málsnúmer 201811044

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.