Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti myndagjöf frá forseta Íslands, sem hann færði sveitarfélaginu í heimsókn forsetahjónanna á Hérað. Samþykkt að óska eftur því að myndin verði sett upp í Hettunni, þar sem hún tengist uppbyggingu Vilhjálmsvallar. Einnig fór Björn yfir kostnaðarhugmyndir um uppbyggingu viðbyggingar við íþróttamiðstöðina, sem er í undirbúningi. Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir mögulega fjárfestingaspá næstu ára, miðað við tölur úr rekstri í þriggja ára áætlun. Samþykkt að óska eftir að fulltrúar úr byggingarfélagi Hattar mæti á næsta fund bæjarráðs til að fara yfir málin.
Bæjarráð samþykkir að Stefán Bogi Sveinsson sæki ráðstefnuna fh. Fljótsdalshéraðs, en einnig er gert ráð fyrir að skipulags- og byggingarfulltrúi sæki Skipulagsdaginn.
Farið yfir málin, en framkvæmdastjóri HEF er að ljúka við að taka saman gögn sem verða aðgengileg kjörnum fulltrúum á skrifstofu HEF. Upplýsingum þar um verður komið á framfæri við kjörna fulltrúa.
Lagt fram bréf frá Íbúðarlánasjóði varðandi verkefnið. Bæjarráð samþykkir að Fljótsdalshérað sæki um þátttöku í tilraunaverkefninu og felur bæjarstjóra að láta ganga frá umsókn.
Lagt fram erindi dagsett 13. september frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu varðandi ósk um að stofnuð verði sér lóð umhverfis byggingar á jörðinni Unaósi. Einnig kynnt drög að svarbréfi frá bæjarstjóra. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að svara erindinu á grundvelli framlagðra draga að svari.
Einnig fór Björn yfir kostnaðarhugmyndir um uppbyggingu viðbyggingar við íþróttamiðstöðina, sem er í undirbúningi.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir mögulega fjárfestingaspá næstu ára, miðað við tölur úr rekstri í þriggja ára áætlun.
Samþykkt að óska eftir að fulltrúar úr byggingarfélagi Hattar mæti á næsta fund bæjarráðs til að fara yfir málin.