Umsókn um stofnun nýrrar lóðar við Unaós

Málsnúmer 201708093

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 76. fundur - 13.09.2017

Umsókn frá Ríkiseignum um stofnun nýrrar landeignar í Fasteignaskrá úr landi Unaóss.

Máli frestað.

Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að afla álits lögfræðings á stöðu sveitafélagsins varðandi landskipti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 77. fundur - 27.09.2017

Umsókn frá Ríkiseignum um stofnun nýrrar landeignar í Fasteignaskrá úr landi Unaós.

Málið var áður á dagskrá þann 13. september sl.

Erindinu er hafnað og vísað til bókunar máls nr. 201708094 - Umsókn um stofnun nýrrar lóðar við Kirkjubæ, í lið nr. 2 hér að ofan.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 439. fundur - 17.09.2018

Lagt fram erindi dagsett 13. september frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu varðandi ósk um að stofnuð verði sér lóð umhverfis byggingar á jörðinni Unaósi. Einnig kynnt drög að svarbréfi frá bæjarstjóra.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að svara erindinu á grundvelli framlagðra draga að svari.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 469. fundur - 06.05.2019

Lagt er fram erindi frá Bylgju Rún Ólafsdóttur, vegna beiðni hennar og sambýlismanns hennar um að fá jörðina Unaós til leigu.

Fljótsdalshérað ítrekar þá afstöðu sína, sem margoft hefur komið fram, að tafarlaust beri að auglýsa ríkisjörðina Unaós/Heyskála lausa til ábúðar. Erindi það sem hér liggur fyrir er staðfesting á því sem sveitarfélagið hefur ítrekað komið á framfæri, að eftirspurn er eftir jörðinni til ábúðar.
Bæjarráð vísar allri ábyrgð á þeirri pattstöðu sem uppi er varðandi málefni Unaóss á hendur Ríkiseignum og fjármálaráðuneytinu. Fljótsdalshérað biðlar til fjármálaráðherra að höggva á þennan hnút og leggja fyrir Ríkiseignir að jörðin verði auglýst til ábúðar í samræmi við gildandi reglur.