Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

469. fundur 06. maí 2019 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Steinar Ingi var í símasambandi við fundinn frá Reykjavík.

1.Fjármál 2019

Málsnúmer 201901002

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir og kynnti nokkur mál fyrir bæjarráði. Meðal annars fór hann yfir stöðuna við undirbúning og vinnu við viðbyggingu við íþróttamiðstöðina. Hann ræddi líka hugmyndir lögreglunnar að uppsetningu eftirlitsmyndavéla og samvinnu við sveitarfélagið um það verkefni.

2.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201806082

Lagt fram til kynningar.

3.Almennt eftirlit með fjármálum og fjármálastjórn sveitafélaga - Fjárfesting og eftirlit með framvindu á árinu 2019

Málsnúmer 201903115

Lagt fram til kynningar.

4.Byggingarnefnd Leikskólans Hádegishöfða

Málsnúmer 201808087

Bæjarráð samþykkir að tilnefna Berglindi H. Svavarsdóttur, Sigurð Ragnarsson, Benedikt Hlíðar Stefánsson og Aðalsteinn Ásmundarson í byggingarnefndina. Jafnframt samþykkir bæjarráð að foreldraráði annars vegar og starfsfólki leikskólans Hádegishöfða hins vegar, verði gefinn kostur á að tilnefna áheyrnarfulltrúa í nefndina.
Jafnframt var bæjarstjóra falið að ganga frá samningi við Þórhall Pálsson um verkefnastjórnun. Verkefnastjóra falið að kalla nefndina saman til fyrsta fundar.

5.Íbúasamráðsverkefni sambandsins og Akureyrar

Málsnúmer 201903006

Lögð fram til kynningar umsókn Fljótsdalshéraðs um aðild að verkefninu.

6.Nafn Hallormsstaðaskóla

Málsnúmer 201905003

Fram kom beiðni frá Hússtjórnarskólanum Hallormsstað um að fá framvegis að nýta sér nafnið Hallormsstaðaskóli á skólann. Óskað ef eftir því við sveitarfélagið að það afsali sér rétti að nafninu.
Bæjarráð fellst á beiðnina og felur bæjarstjóra að stíga nauðsynleg skref til þess að svo megi verða.

7.Geitdalsárvirkjun, skipting leigugreiðslna milli landeiganda

Málsnúmer 201905012

Lagt fram til kynningar.

8.Umsókn um stofnun nýrrar lóðar við Unaós

Málsnúmer 201708093

Lagt er fram erindi frá Bylgju Rún Ólafsdóttur, vegna beiðni hennar og sambýlismanns hennar um að fá jörðina Unaós til leigu.

Fljótsdalshérað ítrekar þá afstöðu sína, sem margoft hefur komið fram, að tafarlaust beri að auglýsa ríkisjörðina Unaós/Heyskála lausa til ábúðar. Erindi það sem hér liggur fyrir er staðfesting á því sem sveitarfélagið hefur ítrekað komið á framfæri, að eftirspurn er eftir jörðinni til ábúðar.
Bæjarráð vísar allri ábyrgð á þeirri pattstöðu sem uppi er varðandi málefni Unaóss á hendur Ríkiseignum og fjármálaráðuneytinu. Fljótsdalshérað biðlar til fjármálaráðherra að höggva á þennan hnút og leggja fyrir Ríkiseignir að jörðin verði auglýst til ábúðar í samræmi við gildandi reglur.

9.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um skráningu einstaklinga, 772. mál.

Málsnúmer 201904229

Lagt fram til kynningar.

10.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019-2022, 771. mál.

Málsnúmer 201905002

Lagt fram til kynningar.

11.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða, 778. mál.

Málsnúmer 201904107

Bæjarráð ítrekar þau meginatriði sem áður hefur verið komið á framfæri á fyrri stigum, sem eru eftirfarandi:

1) Skýra þarf samspil stjórna og ráða sem sveitarfélög eiga aðild að annars vegar og forstjóra og annarra starfsmanna stofnunarinnar hins vegar.
2) Mikilvægt er að stjórnun svæða og ákvarðanir séu á hendi heimafólks.
3) Mikilvægt er að innviðauppbygging nýrrar stofnunar verði víða um land í samræmi við markmið 4. tl. 5. gr. frumvarpsdraganna.
4) Áríðandi er að innan hvers umdæmis sé starfstöð með föstu starfsfólki.
5) Mikilvægt er að stofnunin verði landsbyggðastofnun og að staðsetning höfuðstöðva hennar endurspegli það.
6) Forsenda þess að vel takist til með nýja stofnun, ef af verður, er að tryggt verði nægt fjármagn til að hún geti sinnt verkefnum sínum.

Það er mat bæjarráðs að ekki hafi að fullu verið komið til móts við þessi atriði. Meðal annars er í frumvarpinu ekki tekið á því hvar höfuðstöðvar eða aðsetur framkvæmdastjórnar og annarrar miðlægrar stjórnsýslu eiga að vera og óljóst hvaða þýðingu breytingarnar hafa varðandi núverandi skrifstofur Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fundi slitið - kl. 10:15.