Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða, 778. mál.

Málsnúmer 201904107

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 468. fundur - 29.04.2019

Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar og felur bæjarstjóra að taka saman fyrirliggjandi gögn um málið.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 469. fundur - 06.05.2019

Bæjarráð ítrekar þau meginatriði sem áður hefur verið komið á framfæri á fyrri stigum, sem eru eftirfarandi:

1) Skýra þarf samspil stjórna og ráða sem sveitarfélög eiga aðild að annars vegar og forstjóra og annarra starfsmanna stofnunarinnar hins vegar.
2) Mikilvægt er að stjórnun svæða og ákvarðanir séu á hendi heimafólks.
3) Mikilvægt er að innviðauppbygging nýrrar stofnunar verði víða um land í samræmi við markmið 4. tl. 5. gr. frumvarpsdraganna.
4) Áríðandi er að innan hvers umdæmis sé starfstöð með föstu starfsfólki.
5) Mikilvægt er að stofnunin verði landsbyggðastofnun og að staðsetning höfuðstöðva hennar endurspegli það.
6) Forsenda þess að vel takist til með nýja stofnun, ef af verður, er að tryggt verði nægt fjármagn til að hún geti sinnt verkefnum sínum.

Það er mat bæjarráðs að ekki hafi að fullu verið komið til móts við þessi atriði. Meðal annars er í frumvarpinu ekki tekið á því hvar höfuðstöðvar eða aðsetur framkvæmdastjórnar og annarrar miðlægrar stjórnsýslu eiga að vera og óljóst hvaða þýðingu breytingarnar hafa varðandi núverandi skrifstofur Vatnajökulsþjóðgarðs.