Íbúasamráðsverkefni sambandsins og Akureyrar

Málsnúmer 201903006

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 460. fundur - 04.03.2019

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda fulltrúa á kynningarfund um mögulega þátttöku í íbúasamráðsverkefni sem undirbúið hefur verið af Sambandi ísl. sveitarfélaga og Akureyrarbær, sem boðaður hefur verið 13. mars nk. í húsakynnum Sambandsins í Borgartúni.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 466. fundur - 08.04.2019

Farið yfir gögn sem fylgja íbúasamráðsverkefni Sambandsins og Akureyrarbæjar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra, í samráði við starfshópinn um norræna samstarfsverkefnið, að sækja um aðild að umræddu verkefni.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 469. fundur - 06.05.2019

Lögð fram til kynningar umsókn Fljótsdalshéraðs um aðild að verkefninu.