Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

460. fundur 04. mars 2019 kl. 08:15 - 11:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2019

Málsnúmer 201901002Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri sveitarfélagsins og kynnti bæjarráði.
Einnig kynnti Björn Ingimarsson bæjarstjóri fundi sem samstarfsnefndin átti fyrir helgina í Reykjavík, með þingmönnum og fleiri aðilum.

2.Fundargerð 9. fundar stjórnar SSA - 19. febrúar 2019

Málsnúmer 201902127Vakta málsnúmer

Stefán Bogi fór yfir nokkur áhersluverkefni Sóknaráætlunar Austurlands á árinu 2019 og kynnti bæjarráði.
Fundargerðin lögð fram að öðru leyti.

3.Fundargerð 9. fundar svæðisskipulagsnefndar SSA - 11. febrúar 2019

Málsnúmer 201902129Vakta málsnúmer

Vegna liðar 1 í fundargerði svæðisskipulagsnefndar frá 11. febrúar, leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að hún samþykki breytta lýsingu svæðisskipulags Austurlands, sem tekur tillit til athugasemda Skipulagsstofnunnar.

4.Aukaaðalfundur SSA

Málsnúmer 201901208Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Fundagerðir Ársala bs 2019

Málsnúmer 201902137Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerð SvAust 26. febrúar 2019

Málsnúmer 201902139Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerð 868. fundar Sambands íslenskra sveitafélaga

Málsnúmer 201902141Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerð 250. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201903003Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerð 251. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201903004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Skipan starfshóps um húsnæði Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201902128Vakta málsnúmer

Bæjarráð fór yfir mögulega skipan hópsins og verður hann skipaður á næsta fundi bæjarráðs.

11.Aðalfundur Ársala bs 2019

Málsnúmer 201902140Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð á aðalfund Ársala, sem boðaður hefur verið þriðjudaginn 12. mars. Samþykkt að fela Birni Ingimarssyni umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum.

12.Ísland ljóstengt

Málsnúmer 201709008Vakta málsnúmer

Til fundarins mættu Gunnar Jónsson formaður stjórnar HEF og Páll Breiðfjörð framkvæmdastjóri HEF til að kynna bæjarráði stöðuna í ljósleiðaravæðingu dreifbýlisins á Fljótsdalshéraði, en HEF hefur verið að vinna að áætlun að því verkefni fh. sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tilboð frá Fjarskiptasjóði, en frestur til að ganga frá því er til 8. mars.
Það er einnig skoðun bæjarráðs að HEF eigi að vera fyrsti kostur sem væntanlegur samstarfsaðili við lagningu ljósleiðara um dreifbýli sveitarfélagsins, samkvæmt umræddu tilboði frá Fjarskiptasjóði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Íbúasamráðsverkefni sambandsins og Akureyrar

Málsnúmer 201903006Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda fulltrúa á kynningarfund um mögulega þátttöku í íbúasamráðsverkefni sem undirbúið hefur verið af Sambandi ísl. sveitarfélaga og Akureyrarbær, sem boðaður hefur verið 13. mars nk. í húsakynnum Sambandsins í Borgartúni.

14.Niðurstöður könnunar um vinnuskóla fyrir ungmenni

Málsnúmer 201903007Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar og verkefnastjóra umhverfismála.

15.Samráðsgátt - Frumvarp til nýrra laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla

Málsnúmer 201902138Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

16.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi - 184. mál.

Málsnúmer 201902143Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

17.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir - 542. mál

Málsnúmer 201902142Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 11:30.