Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

466. fundur 08. apríl 2019 kl. 08:15 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2019

Málsnúmer 201901002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri sveitarfélagsins og skýrði fyrir bæjarráði.Reksturinn fyrstu mánuði ársins er samkvæmt fjárhagsáætlun.

Meðal annars kom fram að áfram fjölgar íbúum sveitarfélagsins og voru þeir um síðustu mánaðarmót 3612.

2.Hluthafafundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201904031

Fundargerðin lögð fram.

3.Íbúasamráðsverkefni sambandsins og Akureyrar

Málsnúmer 201903006

Farið yfir gögn sem fylgja íbúasamráðsverkefni Sambandsins og Akureyrarbæjar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra, í samráði við starfshópinn um norræna samstarfsverkefnið, að sækja um aðild að umræddu verkefni.

4.Yfirlýsing frá sambandinu í tengslum við lífskjarasamninga 2019-2022

Málsnúmer 201904030

Lögð fram tilmæli frá Sambandinu til sveitarfélaga um að hækka ekki gjaldskrár sínar það sem eftir er ársins 2019 og að gjaldskrárhækkanir á næsta ári fari ekki yfir 2,5%.
Tilmæli þessi eru sett fram í tengslum við lífskjarasamninga 2019 - 2022.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að meta möguleg áhrif þessa á rekstur yfirstandandi árs og að fjárhagsáætlunarvinna fyrir næsta ár taki mið af þessu.

5.Sumarlokun bæjarskrifstofu

Málsnúmer 201703184

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hefðbundin sumarlokun bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs 2019 verði frá og með mánudeginum 22. júlí og til og með mánudagsins 5. ágúst.

6.Starfshópur um húsnæði Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201902128

Tekin fyrir tillaga starfshóps um húsnæðismál fyrir Tólnistarskóann á Egilsstöðum og Egilsstaðaskóla. Tillagan snýst um gerð millilofts í Egilsstaðaskóla á þessu ári, sem skapar viðbótarkennslurými fyrir Tónlistarskólann, strax á næsta misseri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að skoða möguleika á fjármögnun á verkefninu og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

7.Samráðsgátt - Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinum, mál 111/2019

Málsnúmer 201904028

Fram kom að málið er til umsagnar hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd og náttúruverndarnefnd. Umsagnarfrestur er til 30. apríl.

8.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutningur búfjárafurða), 766. mál.

Málsnúmer 201904027

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.