Björn Ingimarsson fór yfir fund sem hann átti með fulltrúum fjármálaráðuneytisins sem landeiganda á vatnasvæði Geitdalsárvirkjunar, undir lok síðasta árs. Í framhaldi af þeim fundi liggja nú fyrir drög að samkomulagi milli Fljótsdalshéraðs og Ríkissjóðs sem eru landeigendur á fyrirhuguðu virkjunarsvæði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag, með þeim minniháttar breytingum sem ræddar voru á fundinum og færðar verða inn í það.