Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

495. fundur 06. janúar 2020 kl. 08:15 - 12:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari
Í upphafi fundar minntust fulltrúar í bæjarráði tveggja einstaklinga sem féllu frá yfir hátíðarnar.
Þetta voru Björn Magni Björnsson sem lengi starfaði hjá sveitarfélaginu við akstursþjónustu og Vilhjálmur Einarsson fv. skólameistari menntaskólans á Egilsstöðum.
Bæjarráð minnist þeirra með þakklæti og söknuði.

Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluumboð mála sbr. bókun bæjarstjórnar frá 4. desember sl.

1.Fjármál 2020

Málsnúmer 202001001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti ýmis mál sem varða rekstur og fjármál sveitarfélagsins.

Ákvörðun um skammtímafjármögnun hjá Lánasjóði Sveitarfélaga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð Fljótsdalshérað samþykkir hér með að taka skammtímalán hjá Lánasjóði Sveitarfélaga allt að kr. 74 millj.frá og með 06.01.2020 til og með gjalddaga 17.01.2020 í samræmi við skilmála skammtímaláns sem liggur fyrir á fundinum og sem bæjarráð hefur kynnt sér. Lánið er tekið á grundvelli langtímalánsumsóknar hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til að tryggja fjármagn til greiðslu vegna íþróttamannvirkja á meðan endanlega verður gengið frá langtímasamningi við Lánasjóð sveitarfélaga sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Birni Ingimarssyni bæjarstjóra kt. 301254-4079 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fljótsdalshéraðs að undirrita skammtímalánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Lánasamningar 2020

Málsnúmer 202001009

Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs samþykkir hér með á fundi sínum þann 6. janúar 2020 að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2020 að höfuðstól allt að kr. 145.000.000,-, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem
bæjarráð hefur kynnt sér.
Bæjarráð samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr
Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á byggingu íþróttamannvirkja sem fela í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Birni Ingimarssyni, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs, kt. 301254-4079, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda
hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Lántaka þessi er í samræmi við fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2020.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Íþrótta- og tómstundanefnd - 58

Málsnúmer 1912010F

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og formvarnarmála mætti á fundinn undir þessum lið og upplýsti bæjarráð um ýmislegt varðandi rekstur skíðasvæðisins og samskipti milli sveitarfélaganna og rekstrarfélagsins.

    Lagt fram til kynningar að öðru leyti.
  • Bókun fundar Fyrir liggja tilnefningar frá félögum vegna íþróttafólks Fljótsdalshéraðs.
    Íþrótta- og tómstundanefnd tilnefnir þrjár konur og þrjá karla sem íbúar í sveitarfélaginu geta kosið á milli á heimasíðu Fljótsdalshéraðs frá 23. desember til og með 10. janúar.

    Lagt fram til kynningar.
  • 3.4 201910165 Skautasvell
    Bókun fundar Á fundi íþrótta- og tómstundanefndar fagnaði nefndin framtaki þeirra íbúa sem hafa staðið að því að koma í gagnið skautasvelli í miðbæ Egilsstaða. Það er þakkar vert og til fyrirmyndar þegar íbúar taka frumkvæði og standa fyrir samfélagsverkefnum sem nýtast okkur öllum.
    Bæjarráð tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og bendir á að veittir eru styrkir tvisvar á ári þar sem hægt er að leita eftir stuðningi við m.a. slík verkefni.

4.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 84

Málsnúmer 1911022F

Fundargerðin lögð fram:
  • Bókun fundar Afgreiðsla ungmennaráðs staðfest.
  • Bókun fundar Bæjarráð fagnar ábendingu ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs sem leggur áherslu á það að haft verði samráð við ungmennaráð og ungt fólk í byggðarkjörnunum fjórum þegar hugað er að útfærslu ungmennaráðs og öðru er varðar stjórnsýslu nýs sveitarfélags.
    Bæjarráð samþykkir að vísa bókun ungmennaráðs til undirbúningsstjórnar.
  • 4.3 201901092 Milljarður rís
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Stefán Bogi Sveinsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

    Bæjarráð samþykkir tillögur ungmennaráðs varðandi umrætt námskeið, en kostnaður við það rúmast innan fjárhagsáætlunar ungmennaráðs 2020.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerð 877. fundar stjórnar sambandsins Íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201912140

Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerð 271. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 202001008

Bæjarráð samþykkir að vísa bókun HEF undir lið 8 c til undirbúningsstjórnar vegna sameiningar sveitarfélaga. Bæjarráð lítur svo á að það verði verkefni nýrrar sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags að ganga frá eigendastefnu HEF í samræmi við þær ákvarðanir sem teknar verða um veitumál í tengslum við sameininguna.

7.Fundargerð SvAust 30. október 2019

Málsnúmer 202001016

Lagt fram til kynningar.

8.Tesla hleðslustöð á Egilsstöðum

Málsnúmer 202001007

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til forstöðumanns íþróttamiðstöðvarinnar til afgreiðslu.

9.Geitdalsárvirkjun, skipting leigugreiðslna milli landeiganda

Málsnúmer 201905012

Björn Ingimarsson fór yfir fund sem hann átti með fulltrúum fjármálaráðuneytisins sem landeiganda á vatnasvæði Geitdalsárvirkjunar, undir lok síðasta árs. Í framhaldi af þeim fundi liggja nú fyrir drög að samkomulagi milli Fljótsdalshéraðs og Ríkissjóðs sem eru landeigendur á fyrirhuguðu virkjunarsvæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag, með þeim minniháttar breytingum sem ræddar voru á fundinum og færðar verða inn í það.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Bæjarstjórnarbekkurinn desember 2019

Málsnúmer 201912075

Fyrir liggja þau erindi sem fram komu á bæjarstjórnarbekknum 14. des sl. og vísað var til bæjarráðs.

Erindi varðandi fjarskiptasamband í dreifbýli.
Bæjarráð óskar eftir að kannað verði hvort hægt væri að gera úttekt á farsímasambandi í dreifbýli sveitarfélagsins með mælingum óháðra aðila. Bæjarstjóra falið að vinna að málinu.

Öldungaráð.
Forsenda þess að skipa í öldungaráð er að slíkt ráð hafi verið fellt undir samþykktir sveitarfélagsins. Öllum breytingum á samþykktum sveitarfélagsins hefur verið vísað til gerðar samþykktar fyrir nýtt sveitarfélag og í ljósi þess mun öldungaráð ekki verða skipað fyrr en nýtt sveitarfélag verður formlega til.
Bæjarráð samþykkir að boða til fundar með stjórn félags eldri borgara sem fyrst til að fara yfir málið og önnur hagsmunamál eldriborgara í sveitarfélaginu.

Samgöngubætur.
Bæjarráð þakkar þær ábendingar sem fram koma í erindinu og mun hafa þær til hliðsjónar í samskiptum við Vegagerðina og önnur stjórnvöld.

Þjónusta við eldri borgara.
Bæjarráð þakkar erindið og málið verður tekið upp á áður nefndum fundi með stjórn eldri borgara.

Iðavellir tengibygging.
Bæjarráð óskar eftir að fá þær teikningar sem til eru að fyrirhugaðri tengibyggingu, ásamt kostnaðaráætlunum sem hafa verið gerðar vegna hennar.

Samskipti við Landsnet.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kalla eftir upplýsingum frá Landsneti varðandi línulagnir í jörð í sveitarfélaginu.

Sorphirða og samgönguþjónusta.
Bæjarstjóri hefur verið að vinna í málum sorphirðu og mun taka saman frekari upplýsingar ásamt verkefnastjóra umhverfismála og leggja fyrir bæjarráð.
Brugðist var við ábendingum varðandi að tilkynna um snjómoksturdaga í dreifbýli yfir hátíðarnar.

Íbúðir fyrir eldri hópinn á Eiðum og farfundir kjörinna fulltrúa og bæjarstjóra.
Bæjarráð telur ekki að svo stöddu forsendur fyrir kaupum sveitarfélagsins á húsnæði fyrrum Alþýðuskólans á Eiðum.
Bæjarráð samþykkir að taka fyrir á næsta bæjarráðsfundi tillögu um fundi í dreifbýlinu.

Ýmis mál.
Lækkun fasteignagjalda samfara sameiningu sveitarfélaganna.
Ákvörðun um álagninu fasteignagjalda verður tekin af nýrri sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags.

11.Vatnsgjald

Málsnúmer 201911065

Í vinnslu.

12.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020?2024, 434. mál og tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020 ? 2034, 435. mál

Málsnúmer 201912044

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs fagnar þeim áherslum er fram koma í fyrirliggjandi tillögu að þingsályktun um fimm ára samgönguáætlun sem eru til þess fallnar að efla svæðið sem búsetu- og atvinnuþróunarvalkost. Má þar nefna ákvörðun um að hefjast handa við undirbúning framkvæmda við Fjarðarheiðargöng þegar á árinu 2020, fyrirhugaðar framkvæmdir við Jökuldalsveg ár árinu 2020, framkvæmdir við vegabætur um Vatnsskarð á árinu 2020 og áherslu varðandi það að Egilsstaðaflugvöllur verði settur í forgang sem varaflugvöllur hér á landi.
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs fagnar því að gert sé ráð fyrir því að hefjast handa við framkvæmdir á Axarvegi á árinu 2021 en furðar sig á að ekki skuli gert ráð fyrir fjármunum á árinu 2020 til að ljúka hönnun og samningagerð við landeigendur. Slíkt er forsenda þess að raunhæft verði að hefjast handa við framkvæmdir á árinu 2021 og er því óskað eftir því að í endanlegri áætlun verði gert ráð fyrir nauðsynlegu fjármagni vegna þessara þátta á árinu 2020.
Eins og áður hefur komið fram þá lýsir bæjarráð Fljótsdalshéraðs yfir vonbrigðum með að framkvæmdum við Borgarfjarðarveg (Eiðar ? Laufás) seinki frá fyrri áætlun, enda brýnt að sá vegur verði að fullu lagður bundnu slitlagi sem fyrst, sem og að hugað verði að frekari vegaframkvæmdum á Efra- Jökuldal m.a. vegna aukinnar umferðar ferðamanna að Stuðlagili.
Bæjarráð leggur einnig áherslu á það að bygging nýrrar Lagarfljótsbrúar verði ekki seinkað frá því sem fram kemur í fyrirliggjandi drögum.

13.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum (viðaukar). 436. mál

Málsnúmer 201912043

Lagt fram til kynningar.

14.Reglur um tilkynningu og samþykkt á rafrænum gagnasöfnum og skilum afhendingarskyldra aðila til umsagnar

Málsnúmer 201912078

Í vinnslu.

15.Samráðsgátt. Drög að frumvarpi til nýrra fjarskiptalaga

Málsnúmer 201912062

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.