Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti ýmis mál sem varða rekstur og fjármál sveitarfélagsins.
Ákvörðun um skammtímafjármögnun hjá Lánasjóði Sveitarfélaga.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarráð Fljótsdalshérað samþykkir hér með að taka skammtímalán hjá Lánasjóði Sveitarfélaga allt að kr. 74 millj.frá og með 06.01.2020 til og með gjalddaga 17.01.2020 í samræmi við skilmála skammtímaláns sem liggur fyrir á fundinum og sem bæjarráð hefur kynnt sér. Lánið er tekið á grundvelli langtímalánsumsóknar hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til að tryggja fjármagn til greiðslu vegna íþróttamannvirkja á meðan endanlega verður gengið frá langtímasamningi við Lánasjóð sveitarfélaga sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Birni Ingimarssyni bæjarstjóra kt. 301254-4079 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fljótsdalshéraðs að undirrita skammtímalánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti nokkur mál varðandi rekstur sveitarfélagsins á síðasta ári. Einnig fór hann yfir helstu fjárfestingar á síðasta ári og kostnað við þær. Fram kom hjá Guðlaugi að samkvæmt íbúaskrá eru íbúar Fljótsdalshéraðs 3620 nú í byrjun árs 2020. Einnig kom fram að atvinnuleysi er skráð svipað og á sama tíma og á síðasta ári. Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór einnig yfir fund sem hann átti í Reykjavík fyrir helgina með Landsvirkjun.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri og Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynntu nokkur mál úr rekstri sveitarfélagsins. M.a. upplýsti Björn um væntanlegan fund með Fjarskiptasjóði og sagði frá niðurstöðu persónuverndarfulltrúa varðandi heimild til nýtingar upplýsinga úr skattskrá vegna útreiknings á afslætti til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig var farið yfir hækkanir á fasteignamati hjá sveitarfélögum vítt um land. Kári Ólason verkstjóri þjónustumiðstöðvarinnar mætti á fundinn og fór yfir kostnað við snjómokstur á síðasta ári, en mikill kostnaður féll til á síðustu vikum ársins 2019 og útlit fyrir að kostnaður hafi orðið verulega meiri en áætlað var. Í framhaldinu var farið yfir verklag við snjómokstur og hálkuvarnir í sveitarfélaginu, en mikil hálka hefur verið á vegum síðustu vikurnar. Sömuleiðis var farið yfir skólaakstur og snjómokstur og hálkuvarnir í tengslum við hann og útbúnað skólabílanna. Að lokinni góðri yfirferð var Kára þökkuð koman.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti fyrir bæjarráði nokkur mál sem varða rekstur sveitarfélagsins bæði í lok síðasta árs og einnig á fyrsta mánuði þessa árs.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri og Björn Ingimarsson bæjarstjóri fóru yfir nokkur mál sem tengjast rekstri og fjármálum sveitarfélagsins. M.a. rætt um verkefnið Skapandi sumarstörf, fyrirkomulag þess og fjármögnun og bæjarstjóra falið að vinna málið áfram ásamt viðkomandi starfsfólki.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri og Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fóru yfir ýmis mál sem tengjast rekstri og fjármálum sveitarfélagsins og uppgjöri síðasta árs. Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra að framlengja ráðningarsamning verkefnisstjóra innleiðingar persónuverndarlöggjafar um einn mánuð, eða til 31. mars 2020.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri og fjármálum sveitarfélagsins og kynnti fyrir bæjarráði. Magnús Jónson endurskoðandi mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir stöðuna í vinnu við gerð ársreiknings 2019.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti bæjarráði nokkur mál varðandi rekstur sveitarfélagsins og uppgjör síðasta árs. Einnig kynnti Björn Ingimarsson bæjarstjóri nokkur mál.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri og Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynntu nokkur mál sem varða rekstur sveitarfélagsins.
Kári Ólason verkstjóri þjónustumiðstöðvar kom á fundinn og fór yfir stöðuna varðandi snjómokstur í sveitarfélaginu fyrstu mánuði ársins, en þessi tími hefur verið óvenju þungur hvað þessa þjónustu varðar.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri og Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fóru yfir nokkur mál sem tengjast rekstri og fjármálum sveitarfélagsins og kynntu stöðu þeirra fyrir bæjarráði. Lögð var fram skýrsla sem gerð var á vegum norrænu ráðherranefndarinnar. Bæjarráð fagnar því að Fljótsdalshérað var annað af tveimur sveitarfélögum á Íslandi sem fjallað var um sem aðlaðandi búsetukostur í dreifbýli á Íslandi. Skýrslan verður gerð aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri og Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fóru yfir nokkur mál sem tengjast rekstri og fjármálum sveitarfélagsins. Rædd voru drög að viljayfirlýsingu milli Landsvirkjunar og Fljótsdalshéraðs um gerð mögulegs samnings um Ormsstofu. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri sveitarfélagsins fyrstu mánuði ársins og kynnti fyrir bæjarráði. Einnig lögð fram tilkynning frá Jöfnunarsjóði, varðandi skerðingu á áætluðum greiðslum á framlögum sjóðsins til sveitarfélaga vegna tekjufalls sjóðsins.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri, sem sat fundinn undir þessum lið, fór yfir stöðu mála varðandi rekstur sveitarfélagsins fyrstu mánuði ársins og kynnti fyrir bæjarráði. Einnig rýnt í atvinnuleysistölur bæði í fjórðungnum og á landsvísu.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál varðandi rekstur sveitarfélagsins og einnig kynnti hann nýjustu þjóðhagsspá bankanna fyrir næsta ár. Sömuleiðis bætti Björn Ingimarsson bæjarstjóri við ýmsum upplýsingum varðandi stöðuna á svæðinu sem SSA hefur tekið saman og einnig breytingar á opnun milli sóttvarnarhólfa á skrifstofu.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti nokkur mál varðandi rekstur og fjármál sveitarfélagsins. Einnig farið yfir nýjustu tölur varðandi skráð atvinnuleysi á Austurlandi. Rætt um mögulega frestun júní gjalddaga fasteignagjalda. Bæjarráð samþykkir að eindagi fasteignagjalddaga í júní 2020 verði í janúar 2021, svo þeir sem á þurfi að halda geti nýtt sér þetta úrræði. Einnig fór Björn Ingimarsson bæjarstjóri yfir samantekt frá Sambandinu um viðbrögð ríkisins í tengslum við Covid 19, sem tengjast sveitarfélögum. Fram kom líka hjá honum að á stjórnarfundi Landsvirkjunar nýlega var samþykkt að leigja húsnæði af Fljótsdalshéraði í menningarhúsinu til uppsetningar á sýningu. Um er að ræða 10 ára samning. Leigugreiðslan mun nýtast til uppbyggingar menningarhússins.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti nokkur mál sem tengjast fjármálum og rekstri sveitarfélagsins á árinu. Einnig fór Björn Ingimarsson bæjarstjóri yfir starfsemina síðustu mánuði og viðbrögð sveitarfélagsins við henni.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti upplýsingar úr bókhaldi sveitarfélagsins og fór yfir nokkur fjármálatengd mál með bæjarráði. Með hliðsjón af fyrirsjáanlega lægri tekjum sveitarfélagsins á þessu ári, vegna Covid 19 faraldursins, hvetur bæjarráð forstöðumenn deilda og stofnana sveitarfélagsins til að huga vel að, hér eftir sem hingað til, að halda sig innan ramma varðandi laun og annan rekstrarkostnað.
Björn Ingimarsson kynnti viðauka við samning við Hött vegna breytinga á verkliðum, varðandi framkvæmdir við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Fjárhæð samningsins er hin sama og áður að teknu tilliti til vísitölubreytinga. Stefnt er að því að Höttur afhendi sveitarfélaginu nýbygginguna við íþróttamiðstöðina til rekstrar í byrjun ágúst. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita viðaukann fh. sveitarfélagsins.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti bæjarráði nokkur mál sem varða rekstur og fjárhag sveitarfélagsins á árinu. Einnig farið yfir upplýsingar frá Austurbrú varðandi skráð atvinnuleysi á svæðinu.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri og Björn Ingimarsson bæjarstjóri fóru yfir og kynntu ýmis mál sem varða rekstur og fjárhag sveitarfélagsins. Varðandi viðhald á þaki Hjaltalundar, sem er á framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins í ár, samþykkir bæjarráð að sú framkvæmd verði unnin á kennitölu félagsheimilisins Hjaltalundar og undir stjórn húsráðs þess. Framlag eignasjóðs til verksins verði greitt í gegn um rekstur Hjaltalundar og samkvæmt samkomulagi sem gert verður um framkvæmdina milli eignasjóðs og rekstrarfélags Hjaltalundar.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál sem tengjast rekstri og fjármálum sveitarfélagsins og kynnti fyrir bæjarráði. Einnig sagði Björn Ingimarsson frá vinnu endurskoðenda við að forma framsetningu á ýmsum verkefnum vegna væntanlegrar sameiningar.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir ýmsa kosti varðandi færanlegt húsnæði sem hægt væri að nýta sem viðbótarhúsnæði, við leikskóla þegar tímabundnar aðstæður kalla á aukarými. Einnig hafa verið skoðaðir möguleikar varðandi leiguhúsnæði, til að leysa málin á komandi skólaári, þar sem leikskólar eru fullsetnir og vöntun á plássum fyrir börn á leikskólaaldri. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram með fræðslustjóra og fræðslunefnd.
Ræddir valkostir varðandi geymsluhúsnæði fyrir söfnin í safnahúsinu. Bæjarstjóra falið að taka saman yfirlit yfir ýmsa valkosti varðandi geymsluhúsnæði fyrir Minja- og Skjalasafnið.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir mál sem eru í vinnslu þessa dagana og kynnti stöðuna fyrir bæjarráði. Einnig fór Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri yfir upplýsingar um útgjöld og tekjur sveitarfélagsins miðað við síðustu stöðu úr bókhaldinu.
Ákvörðun um skammtímafjármögnun hjá Lánasjóði Sveitarfélaga.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð Fljótsdalshérað samþykkir hér með að taka skammtímalán hjá Lánasjóði Sveitarfélaga allt að kr. 74 millj.frá og með 06.01.2020 til og með gjalddaga 17.01.2020 í samræmi við skilmála skammtímaláns sem liggur fyrir á fundinum og sem bæjarráð hefur kynnt sér. Lánið er tekið á grundvelli langtímalánsumsóknar hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til að tryggja fjármagn til greiðslu vegna íþróttamannvirkja á meðan endanlega verður gengið frá langtímasamningi við Lánasjóð sveitarfélaga sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Birni Ingimarssyni bæjarstjóra kt. 301254-4079 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fljótsdalshéraðs að undirrita skammtímalánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.