Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

505. fundur 09. mars 2020 kl. 08:15 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari
Umboðsmaður barna, ásamt þremur starfsmönnum, kom inn á fundinn kl. 10:15 til kl. 11:00.

1.Fjármál 2020

Málsnúmer 202001001Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti bæjarráði nokkur mál varðandi rekstur sveitarfélagsins og uppgjör síðasta árs.
Einnig kynnti Björn Ingimarsson bæjarstjóri nokkur mál.

2.Ársreikningur 2019

Málsnúmer 202002115Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningi Fljótadalshéraðs 2019, ásamt fylgigögnum, til annarrar umræðu í bæjarstjórn.
Fyrir lá ábyrðar- og skuldbindingayfirlit Fljótsdalshéraðs í árslok 2019 sem bæjarráð staðfesti og einnig er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð leggur til að haldinn verði borgarafundur til kynningar á ársreikningum fimmtudaginn 19. mars kl. 17:00. og til vara mánudaginn 23. mars.

3.Fundargerðir stjórnar HEF - 2020

Málsnúmer 202001052Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir

Málsnúmer 202002017Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Stjórn Sambands íslenskra sveitafélaga - fundargerðir 2020

Málsnúmer 202002016Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Frístund 2019-2020

Málsnúmer 201909022Vakta málsnúmer

Erindinu var vísað til bæjarráðs frá síðasta bæjarstjórnarfundi. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að draga saman upplýsingar um fyrirliggjandi áform og fjárveitingar til frístundastarfs sumarið 2020 og leggja fyrir bæjarráð.

7.Fræðasetur eða sögustofa á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 202002137Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar til frekari úrvinnslu.

8.Barnvæn sveitarfélög. Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 202003024Vakta málsnúmer

Bæjarráð lítur jákvæðum augum á verkefnið og telur að með tilkomu nýs sveitarfélags, þar sem gert er ráð fyrir að ein fastanefnd fari með málefni fjölskyldna, geti innleiðing barnasáttmálans verið góður kostur.
Komið hefur fram að gert sé ráð fyrir að 12 ný sveitarfélög bætist í hópinn 2021 og bæjarráð telur rétt að stefnt verði að því að nýtt sveitarfélag verði í þeim hópi.
Bæjarráð samþykkir því að vísa erindinu til undirbúningsstjórnar sameiningar sveitarfélaganna til skoðunar.

9.Beiðni um svör vegna mála hjá skipulags- og umhverfissviði

Málsnúmer 201911081Vakta málsnúmer

Björn lagði fram drög að svörum við fram komnum fyrirspurnum. Bæjarstjóra falið að ganga frá svörum í samræmi við umræður á fundinum.

10.Samfélagssmiðjan, íbúðir fyrir aldraða

Málsnúmer 202003019Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til stjórnar Ársala til skoðunar.
Svo koma fulltrúar Hattar til fundar með bæjarráði kl. 11:00.

Fundi slitið - kl. 11:00.