Barnvæn sveitarfélög. Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 202003024

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 505. fundur - 09.03.2020

Bæjarráð lítur jákvæðum augum á verkefnið og telur að með tilkomu nýs sveitarfélags, þar sem gert er ráð fyrir að ein fastanefnd fari með málefni fjölskyldna, geti innleiðing barnasáttmálans verið góður kostur.
Komið hefur fram að gert sé ráð fyrir að 12 ný sveitarfélög bætist í hópinn 2021 og bæjarráð telur rétt að stefnt verði að því að nýtt sveitarfélag verði í þeim hópi.
Bæjarráð samþykkir því að vísa erindinu til undirbúningsstjórnar sameiningar sveitarfélaganna til skoðunar.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 287. fundur - 10.03.2020

Fræðslunefnd beinir því til nýrrar bæjarstjórnar að taka til alvarlegrar skoðunar að taka þátt í þessu mikilvæga og áhugaverða verkefni sem félagsmálaráðuneytið og Unicef á Íslandi standa fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.