Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, Þorvaldur Hjarðar og Ingibjörg Sóley Guðmundsdóttir sátu fundinn undir liðum 1-5. Grunnskólastjórarnir Anna Birna Einarsdóttir, Ruth Magnúsdóttir og Sigríður Stella Guðbrandsdóttir sátu fundinn undir fyrsta lið á dagskránni.
Fræðslunefnd vísar erindi skólastjórnenda til afgreiðslu bæjarráðs en vekur athygli á hversu brýnt er að gengið verði sem fyrst frá samningum við þennan mikilvæga hóp starfsmanna sveitarfélaganna.
Fræðslunefnd fagnar þeirri heildstæðu og faglegu sýn á allt frístundastarf sem kemur fram í þeirri vönduðu skýrslu sem hér er lögð fram og leggur ríka áherslu á að hún fái það vægi sem henni ber við mótun fjölskyldustefnu nýs sveitarfélags. Fræðslunefnd leggur til að skýrslan verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins svo íbúum og öðrum áhugasömum gefist tækifæri til að kynna sér hana.
Fræðslunefnd fagnar þeirri heildstæðu og faglegu sýn á þjónustu við börn af erlendum uppruna og fjölskyldur þeirra, sem er sístækkandi hópur og kemur fram í þeirri vönduðu skýrslu sem hér er lögð fram. Nefndin leggur ríka áherslu á að hún fái það vægi sem henni ber við mótun fjölskyldustefnu nýs sveitarfélags. Fræðslunefnd leggur til að skýrslan verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins svo íbúum og öðrum áhugasömum gefist tækifæri til að kynna sér hana.
Fræðslunefnd beinir því til nýrrar bæjarstjórnar að taka til alvarlegrar skoðunar að taka þátt í þessu mikilvæga og áhugaverða verkefni sem félagsmálaráðuneytið og Unicef á Íslandi standa fyrir.