Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

287. fundur 10. mars 2020 kl. 16:00 - 18:12 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Björg Björnsdóttir aðalmaður
  • Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jón Björgvin Vernharðsson aðalmaður
  • Leifur Þorkelsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, Þorvaldur Hjarðar og Ingibjörg Sóley Guðmundsdóttir sátu fundinn undir liðum 1-5. Grunnskólastjórarnir Anna Birna Einarsdóttir, Ruth Magnúsdóttir og Sigríður Stella Guðbrandsdóttir sátu fundinn undir fyrsta lið á dagskránni.

1.Viðbragðsáætlanir vegna Covid-19 í grunnskólum

Málsnúmer 202003033Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd leggur til að skólarnir samræmi og birti aðgerðaáætlun um viðbrögð við heimsfaraldri.

Fræðslunefnd leggur til að mannmörgum samkomum á vegum skólanna verði slegið á frest um óákveðinn tíma í ljósi sóttvarna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Skólaakstur úr Jökulsárhlíð í Fellaskóla

Málsnúmer 202003026Vakta málsnúmer

Í ljósi skipulags skólaaksturs sér fræðslunefnd sér ekki fært að verða við erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Erindi frá skólastjórnendum til bæjarfulltrúa

Málsnúmer 202003028Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd vísar erindi skólastjórnenda til afgreiðslu bæjarráðs en vekur athygli á hversu brýnt er að gengið verði sem fyrst frá samningum við þennan mikilvæga hóp starfsmanna sveitarfélaganna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Frístund 2019-2020

Málsnúmer 201909022Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd fagnar þeirri heildstæðu og faglegu sýn á allt frístundastarf sem kemur fram í þeirri vönduðu skýrslu sem hér er lögð fram og leggur ríka áherslu á að hún fái það vægi sem henni ber við mótun fjölskyldustefnu nýs sveitarfélags. Fræðslunefnd leggur til að skýrslan verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins svo íbúum og öðrum áhugasömum gefist tækifæri til að kynna sér hana.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.5.Þjónusta við börn af erlendum uppruna

Málsnúmer 202003027Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd fagnar þeirri heildstæðu og faglegu sýn á þjónustu við börn af erlendum uppruna og fjölskyldur þeirra, sem er sístækkandi hópur og kemur fram í þeirri vönduðu skýrslu sem hér er lögð fram. Nefndin leggur ríka áherslu á að hún fái það vægi sem henni ber við mótun fjölskyldustefnu nýs sveitarfélags. Fræðslunefnd leggur til að skýrslan verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins svo íbúum og öðrum áhugasömum gefist tækifæri til að kynna sér hana.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Barnvæn sveitarfélög. Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 202003024Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd beinir því til nýrrar bæjarstjórnar að taka til alvarlegrar skoðunar að taka þátt í þessu mikilvæga og áhugaverða verkefni sem félagsmálaráðuneytið og Unicef á Íslandi standa fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 201108127Vakta málsnúmer

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:12.