Þjónusta við börn af erlendum uppruna

Málsnúmer 202003027

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 287. fundur - 10.03.2020

Fræðslunefnd fagnar þeirri heildstæðu og faglegu sýn á þjónustu við börn af erlendum uppruna og fjölskyldur þeirra, sem er sístækkandi hópur og kemur fram í þeirri vönduðu skýrslu sem hér er lögð fram. Nefndin leggur ríka áherslu á að hún fái það vægi sem henni ber við mótun fjölskyldustefnu nýs sveitarfélags. Fræðslunefnd leggur til að skýrslan verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins svo íbúum og öðrum áhugasömum gefist tækifæri til að kynna sér hana.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.