Frístund 2019-2020

Málsnúmer 201909022

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 278. fundur - 10.09.2019

Óvanalega mörg börn eru í Frístund í vetur, bæði í Fellaskóla og Egilsstaðaskóla. Ruth, skólastjóri Egilsstaðaskóla, kallaði eftir niðurstöðum í þeirri vinnu sem sett hefur verið af stað varðandi stefnumótun, skipulag og húsnæðismál Frístundar. Hún telur mikilvægt að horft verði á frístundastarfið á heilsársgrunni.

Fræðslunefnd tekur undir að mikilvægt sé að frístundastarfið fái þann sess og það vægi sem því ber, m.a. með því að starfsemin heyri undir íþrótta- og tómstundanefnd, og horft verði á hana á heilsársgrunni. Nefndin hvetur til að starfshópur sá sem fjallar um frístundastarfið skili niðurstöðu sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 483. fundur - 23.09.2019

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna þau sjónarmið sem fram koma í fundargerð fræðslunefndar fyrir starfshóp sem skipaður hefur verið um málefni frístundar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 484. fundur - 07.10.2019

Með vísan til óska starfshópsins samþykkir bæjarráð að lengja starfstíma hans til loka nóvember.
Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 490. fundur - 18.11.2019

Björn Ingimarsson sagði frá vinnu starfshópsins og þeim hugmyndum sem þar er unnið með.
Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 501. fundur - 17.02.2020

Lögð fram skýrsla starfshóps um frístundastarf á Fljótsdalshéraði, ásamt fundargerð síðasta fundar.
Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir vandaða skýrslu og samþykkir að vísa henni til fræðslunefndar og íþrótta- og tómstundanefndar til umfjöllunar.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 60. fundur - 27.02.2020

Fyrir liggur skýrsla starfshóps um frístundastarf á Fljótsdalshéraði ásamt fundargerð síðasta fundar hópsins.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar hópnum fyrir vel unna skýrslu og fagnar því að hún sé rædd. Nefndin telur mikilvægt að skoðað sé að frístundastarf sé á heilsársgrundvelli til að tryggja að faglega sé unnið að málaflokknum.

Þá hvetur nefndin bæjarstjórn til þess að skoða sérstaklega möguleika á Sumarfrístund 2020 á meðan unnið er áfram með tillögur hópsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 505. fundur - 09.03.2020

Erindinu var vísað til bæjarráðs frá síðasta bæjarstjórnarfundi. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að draga saman upplýsingar um fyrirliggjandi áform og fjárveitingar til frístundastarfs sumarið 2020 og leggja fyrir bæjarráð.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 287. fundur - 10.03.2020

Fræðslunefnd fagnar þeirri heildstæðu og faglegu sýn á allt frístundastarf sem kemur fram í þeirri vönduðu skýrslu sem hér er lögð fram og leggur ríka áherslu á að hún fái það vægi sem henni ber við mótun fjölskyldustefnu nýs sveitarfélags. Fræðslunefnd leggur til að skýrslan verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins svo íbúum og öðrum áhugasömum gefist tækifæri til að kynna sér hana.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.