Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

489. fundur 11. nóvember 2019 kl. 08:15 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Gunnar Jónsson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2019

Málsnúmer 201901002Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir og kynnti nokkur mál sem tengjast rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.

2.Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2018

Málsnúmer 201910034Vakta málsnúmer

Farið yfir málefni aðalfundarins. Bæjarstjóra falið að hafa samband við forsvarsmenn HAUST og afla frekari upplýsinga.

3.Auka aðalfundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella 7. nóv 2019

Málsnúmer 201911026Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Hamingjuóskir með sameiningu frá Fjarðabyggð

Málsnúmer 201911027Vakta málsnúmer

Bæjarráð þakkar góðar kveðjur frá Fjarðabyggð í tilefni af sameiningu sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Fljótsdalshéraðs og Djúpavogshrepps.

5.Frístund 2019-2020

Málsnúmer 201909022Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Samráðsgátt. Breyting á reglugerð um MÁU og reglugerð um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 201911024Vakta málsnúmer

Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um málið og ganga frá umsögn um það, þyki ástæða til.

7.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 66. mál

Málsnúmer 201911023Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni (neyslurými), 328. mál.

Málsnúmer 201911025Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til félagsmálanefndar til afgreiðslu.

9.Samráðsgátt. Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði

Málsnúmer 201910182Vakta málsnúmer

Umsögn bæjarráðs við frumvarp til laga um breytingu á lögum um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði.

Fulltrúar Fljótsdalshéraðs hafa ítrekað, á undanförnum árum, gert athugasemdir við að nægilegum fjármunum sé ekki varið til reksturs sýslumannsembættisins á Austurlandi. Allt frá því að umdæmum sýslumanna var fækkað úr 24 í 9 þann 1. janúar 2015 hefur legið fyrir að forsendur fjárveitinga til embættisins á Austurlandi eru rangar og hefur verið á það lögð áhersla að þetta verði leiðrétt þannig að embættið hafi tök á að sinna þeim verkefnum er því er ætlað.
Það að nú sé lagt upp með frumvarp er opnar á það að embættum sýslumanna verði fækkað en frekar vekur upp efasemdir um að þjónusta embættanna verði efld til að mæta þeim kröfum er til þeirra eru gerðar og mælir því bæjarráð Fljótsdalshérað gegn því að þetta skref verði stigið.

Fundi slitið - kl. 09:45.