Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

483. fundur 23. september 2019 kl. 08:15 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2019

Málsnúmer 201901002Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson fór yfir nokkur mál tengd rekstri sveitarfélagsins og upplýsti bæjarráð um stöðuna.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - 2023

Málsnúmer 201905074Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

3.Fundargerð 267. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201909111Vakta málsnúmer

Bæjarráð vísar í fyrri bókun frá 8.júlí sl. varðandi gjaldskrárhækkanir hjá sveitarfélaginu og B-hlutafyrirtækjum þess og ábendingar frá Sambandi ísl. sveitarfélaga í tengslum við gerð Lífskjarasamningsins sem gerður var sl. vor.
Bæjarstjóra falið að vera í sambandi við stjórn og framkvæmdastjóra HEF og annarra B-hluta fyrirtækja sveitarfélagsins varðandi vinnu við gjaldskrár í samræmi við framangreint.

Fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti.

4.Byggingarnefnd Leikskólans Hádegishöfða

Málsnúmer 201808087Vakta málsnúmer

Lögð voru fram til kynningar í bæjarráði vinnugögn úr starfi byggingarnefndar. Endanleg niðurstaða úr vinnu nefndarinnar mun verða kynnt að henni lokinni sem áformað er að verði um miðjan október.

5.Frístund 2019-2020

Málsnúmer 201909022Vakta málsnúmer

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna þau sjónarmið sem fram koma í fundargerð fræðslunefndar fyrir starfshóp sem skipaður hefur verið um málefni frístundar.

Fundi slitið - kl. 09:45.