Bæjarráð vísar í fyrri bókun frá 8.júlí sl. varðandi gjaldskrárhækkanir hjá sveitarfélaginu og B-hlutafyrirtækjum þess og ábendingar frá Sambandi ísl. sveitarfélaga í tengslum við gerð Lífskjarasamningsins sem gerður var sl. vor. Bæjarstjóra falið að vera í sambandi við stjórn og framkvæmdastjóra HEF og annarra B-hluta fyrirtækja sveitarfélagsins varðandi vinnu við gjaldskrár í samræmi við framangreint.
Fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti.
Lögð voru fram til kynningar í bæjarráði vinnugögn úr starfi byggingarnefndar. Endanleg niðurstaða úr vinnu nefndarinnar mun verða kynnt að henni lokinni sem áformað er að verði um miðjan október.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna þau sjónarmið sem fram koma í fundargerð fræðslunefndar fyrir starfshóp sem skipaður hefur verið um málefni frístundar.