Fjárhagsáætlun 2020 - 2023

Málsnúmer 201905074

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 470. fundur - 13.05.2019

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir vinnu nefnda og starfsmanna við gerð fjárhagsáætlunar 2020, en flestar nefndir eru nú búnar að skila inn fyrstu áætlunum sínum.
Að öðru leyti er áætlunin í vinnslu.

Félagsmálanefnd - 172. fundur - 20.05.2019

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun 2020. Félagsmálanefnd samþykkir framlögð drög og vísar þeim til bæjarstjórnar.
Gunnlaugur Sæbjörnsson mætir fyrir nefndina undir þessum lið.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 471. fundur - 27.05.2019

Guðlaugur fjármálastjóri fór yfir samantekt sína á frumáætlun nefnda fyrir árið 2020, ásamt þriggja ára áætlun og bar saman við tölur síðustu ára.
Málið áfram í vinnslu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 473. fundur - 14.06.2019

Fjármálastjóri fór yfir samantekna fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2020, eins og nefndir sveitarfélagsins hafa afgreitt hana. Einnig fór hann yfir grunnforsendur hennar, td. varðandi tekjuspár og fl.
Síðan var farið yfir helstu breytingar milli ára varðandi rekstrarkostnað og rekstrarforsendur.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að rammaáætlun ársins 2020 og þriggja ára áætlun Fljótsdalshéraðs og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 297. fundur - 19.06.2019

Til máls tók Björn Ingimarsson bæjarstjóri sem kynnti tillögu að rammaáætlun fjárhagsáætlunar 2020 og þriggja ára áætlunar 2021 - 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir rammaáætlunina eins og hún liggur fyrir fundinum og vísar henni til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar á komandi hausti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 481. fundur - 09.09.2019

Guðlaugur fór yfir vinnuna við gerð fjárhagsáætlunar 2020 og dagsetningar á afgreiðslu nefnda, bæjarráðs og bæjarstjórnar á sínum tillögum.
Nefndir og B-hlutafyrirtæki þurfa að klára afgreiðslu sína í síðasta lagi 24. október.
Miðað er við að bæjarráð afgreiði áætlunina 28. október til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 482. fundur - 16.09.2019

Guðlaugur kynnti stöðuna við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár og fór yfir þann ramma sem unnið var með sl. vor. Einnig ræddi hann svigrúm til fjárfestinga á næsta ári og fór yfir helstu verkefni sem þar hafa verið inni í þriggja ára áætlun.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 485. fundur - 14.10.2019

Guðlaugur fór yfir drög að fjárhagsáætlun 2020, eins og þau líta út í dag, en þar vantar enn inn lokatölur td. frá fræðslunefnd. Einnig var farið yfir tekjuspána og ýmsar forsendur hennar.
Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri kom einnig inn á fundinn og fór yfir áætlun fyrir málaflokk 21 og helstu breytingar þar. Einnig kynnti hann nokkra liði sem ekki hafa verið inni í rammanum, en liggur fyrir að þarf að huga að.
Áætlunin er áfram í vinnslu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 486. fundur - 21.10.2019

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir stöðuna við gerð fjárhagsáætlunar 2020, miðað við fram komnar áætlanir frá nefndum B-hlutafyrirtækjum og starfsmönnum.
Stefnt er að því að bæjarráð afgreiði tillögur að fjárhagsáætlun til bæjarstjórnar á næsta fundi sínum 28. okt.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 487. fundur - 28.10.2019

Guðlaugur fór yfir samantekt sína á fjárhagsáætlunum nefnda vegna ársins 2020, ásamt þriggja ára áætlun 2021 -2023 og bar saman við þá rammaáætlun sem lögð var fram sl. sumar.
Endanleg drög að fjárhagsáætlun verða lögð fyrir næsta bæjarráðsfund til samþykktar.

Áætlunin að öðru leyti í vinnslu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 488. fundur - 04.11.2019

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir síðustu breytingar sem gerðar hafa verið á áður kynntum drögum að fjárhagsáætlun 2020 og lagði fyrir bæjarráð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að vísa drögum að fjárhagsáætlun 2020, ásamt þriggja ára áætlun 2021 og 2023 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 303. fundur - 06.11.2019

Fyrir fundinum liggur fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2020, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2021 til 2023, sem vísað var frá bæjarráði til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Eftirtaldir tóku til máls um fjárhagsáætlunina: Björn Ingimarsson bæjarstjóri sem kynnti fjárhagsáætlunina og lagði hana fram til fyrri umræðu, Gunnar Jónsson, Björg Björnsdóttir og Gunnhildur Ingvarsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2020, ásamt þriggja ára áætlun til síðari umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að áætlunin verði send sveitarstjórnum Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar til upplýsingar með vísan til 121. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að boða til kynningarfundar um fjárhagsáætlunina fimmtudaginn 14. nóvember kl. 17:00 í Egilsstaðaskóla.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 490. fundur - 18.11.2019

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir lítilsháttar breytingar sem fram hafa komið frá fyrri umræðu um fjárhagsáætlun. Einnig fór hann yfir upplýsingar úr fjárhagsáætlunum annarra sveitarfélag og bar saman við áætlun Fljótsdalshéraðs.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2020, ásamt þriggja ára áætlun 2021-2023 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 304. fundur - 20.11.2019

Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram áætlunina til síðari umræðu í bæjarstjórn. Áður hefur hún verið afgreidd af bæjarráði og við fyrri umræðu í bæjarstjórn, auk þess sem hún var kynnt á opnum borgarafundi 14. nóvember sl.


Helstu niðurstöðutölur eru sem hér segir:

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2020 nema 5.024 millj. kr. samkvæmt samstæðu fyrir A og B hluta, en þar af nema rekstrartekjur A hluta 4.549 millj. kr.

Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir verða alls 3.999 millj. kr. í samstæðu fyrir A og B hluta, þar af eru rekstrargjöld A hluta áætluð 3.922 millj. kr. Afskriftir ársins í A og B hluta nema 306 millj., þar af 185 millj. í A hluta. Fjármagnsliðir verða neikvæðir um 342 millj. í samanteknum A og B hluta, þar af 236 millj. í A hluta.

Eftir fjármagnsliði og afskriftir er rekstrarafkoma ársins jákvæð um 365 millj. kr. í samanteknum A og B hluta. Þar af er afkoma A-hluta jákvæð um 205 millj. kr.

Veltufé frá rekstri er jákvætt um 869 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af er veltufé frá rekstri í A hluta jákvætt um 532 millj. kr.
Fjárfestingahreyfingar ársins 2020 nema nettó 471 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af 271 millj. í A hluta.
Afborganir af lánum og leiguskuldbindingum hjá samstæðu A og B hluta verða 555 millj. kr. á árinu 2020, þar af 385 millj. í A hluta.

Heildarskuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 7.843 millj. kr. í árslok 2020 fyrir A og B hluta. Þar af nema heildarskuldir og skuldbindingar A hluta 4.885 millj. kr.

Skuldaviðmið samstæðu A og B hluta verður 122,2% í árslok 2020.

Fjárhagsáætlun 2020-2023 í heild sinni er að öðru leyti aðgengileg á heimasíðu Fljótsdalshéraðs.

Jafnframt eru eftirfarandi álagningarhlutföll og viðmiðunartölur fyrir árið 2020 lögð til grundvallar og samþykkt sem hluti af henni.

Álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt eða 14,52%

Fasteignaskattur verði óbreyttur, eða sem hér segir:
A flokkur 0,5%
B flokkur 1,32%
C flokkur 1,65%

Lóðarleiga verði óbreytt á eignarlóðum Fljótsdalshéraðs, eða 0,75%


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2020 við seinni umræðu, ásamt þriggja ára áætlun 2021 - 2023 og framangreindum álagningarhlutföllum og viðmiðunartölum. Fyrri umræða um fjárhagsáætlunina fór fram 6. nóvember sl. og var hún birt í Kauphöllinni þann sama dag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.