-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar fyrir 2020 var tekin fyrir undir lið 1 í þessari fundargerð.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn 2,5% hækkun á sorphirðu- og sorpeyðingargjöldum fyrir árið 2020.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá tillaga að umhverfismarkmiðum vegna sorpurðunar í landi Tjarnarlands. Umhverfismarkmið á að endurskoða á fjögurra ára fresti.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlögð umhverfismarkmið fyrir urðunarstaðinn að Tjarnarlandi.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Starfsleyfisdrög HAUST í auglýsingu, fyrir aðveitustöðvar Landsnets hf.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við starfsleyfisdrögin sem eru til umsagnar vegna aðveitustöðva Landsnets hf.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Umsókn um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir við Iðjusel 3, vegna viðgerðar á Lagarfljótsbrú.
Eftirfarandi tillaga lög fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að veita Vegagerðinni stöðuleyfi fyrir vinnubúðum við Iðjusel 3, vegna vinnu við viðgerð á brú yfir Lagarfljót.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Umsókn um úthlutun lóðar nr. 3 Faxagerði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að úthluta Carolu Björk Tschekorsky Orloff lóð nr. 3 við Faxagerði.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Innköllun á leyfi vegna Bláargerði 47 - 49.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að innkalla lóð við Bláargerði 47 - 49 og felur byggingarfulltrúa að ganga frá málinu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Innköllun á leyfi vegna lóðar við Klettasel 2 - 4.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu Umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að innkalla lóð við Klettasel 2 - 4 og felur byggingarfulltrúa að ganga frá málinu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs tekur undir umsögn Heilbrigðisnefndar Austurlands um drög að reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur sem að óbreyttu hefur í för með sér flutning á verkefnum frá sveitarfélögum til ríkisins. Sveitarfélög myndu ekki hafa beina aðkomu að ákvarðanatöku um að heimila þá atvinnustarfsemi sem frumvarpið tekur til auk þess sem óhagræði fylgir því að atvinnustarfsemi þurfi að skrá starfsemi sína hjá einum eftirlitsaðila (Umhverfisstofnun) en sé undir eftirliti annars (heilbrigðisnefnda). Þingheimur er hvattur til að breyta drögunum þannig að starfsemin sé skráð hjá viðkomandi heilbrigðisnefnd áður en hún hefst og að ekki verði heimilt að hefja skráningarskyldan atvinnurekstur fyrr en skráning hefur farið fram, skráningargjald greitt og viðkomandi heilbrigðisnefnd hefur staðfest að aðstaðan uppfylli þau skilyrði sem um hana gilda og sé í samræmi við skipulag viðkomandi sveitarfélags.
Sömuleiðis tekur bæjarstjórn undir athugasemdir Heilbrigðisnefndar Austurlands við frumvarp um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Gera verður betur grein fyrir áhrifum þess á afkomu sveitarfélaga á sama hátt og gert er varðandi afkomu ríkissjóðs. Verði frumvarpið að lögum í óbreyttri mynd skerðast tekjur Heilbrigðiseftirlits Austurlands vegna eftirlitsskyldrar starfsemi um 12%. Gera má ráð fyrir því að útgjöld sveitarfélaga geti aukist í takt við minnkandi tekjur eftirlitsins þar sem þau bera fjárhagslega ábyrgð á rekstrinum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur tillaga frá Vodafone að nýrri staðsetningu töfluskápa við Brúarásskóla.
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn nýja staðsetningu töfluskápa að gefinni jákvæðri umsögn frá Brunavörnum á Austurlandi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.