Atvinnu- og menningarnefnd - 94

Málsnúmer 1910017F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 303. fundur - 06.11.2019

Til máls tóku: Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Sigrún Hólm Þórleifsdóttir, sem ræddi liði 7.2 og 7.5.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Fyrir liggja reglur um úthlutun menningarstyrkja, tillaga að auglýsingu og hugmynd að skiptingu fjármagns til úthlutunar til menningarverkefna. Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlög til menningarstyrkja á árinu 2020.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar felur bæjarstjórn starfsmanni nefndarinnar að auglýsa til umsóknar menningarstyrki fyrir 16. nóvember 2019, sem stefnt er á að verði afgreiddir fyrir 1. febrúar 2020.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir tillögu atvinnu- og menningarnefndar varðandi breytingar á reglum atvinnumálasjóðs í samræmi við gildandi sveitarstjórnarlög.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur bréf frá Snorrasjóði, dagsett 10. október 2019, þar sem óskað er eftir stuðningi við framkvæmd Snorraverkefnisins á árinu 2020.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu-og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 75.000 sem tekið verði af lið 0589 á árinu 2020. Vonast er til að ungmenni á vegum verkefnisins heimsæki Austurland.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
  • Bókun fundar Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 24. október 2019, frá Sigrúnu Hólm Þórleifsdóttur, þar sem hvatt er til þess að stjórnvöld bindi ekki skrifstofustörf við ákveðna bæjarkjarna.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og minnir á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar varðandi byggðaaðgerðir á landsbyggðinni, þar sem talað er um að ráðuneyti og stofnanir ríkisins skuli auglýsa störf án staðsetningar, eins og kostur er. Starfsmanni nefndarinnar falið að koma erindi þessu til ráðuneytis samgöngu- og sveitarstjórnarmála.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.