Félagsmálanefnd samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun með ósk um viðbót er varðar barnavernd 0203. Þörf er á auka stöðugildi í barnavernd vegna aukins álags og þunga í vinnslu barnaverndarmála. Félagsmálastjóri er tilbúinn til þess að mæta fyrir bæjarráð til að rökstyðja mál nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.
Móttekin er beiðni Bergsins, Headspace um styrk að upphæð 350.000,- kr. til starfsemi Bergsins, þar sem jafnramt er gefinn kostur á því að starfsmaður Bergsins komi austur og kynni starfsemina fyrir ungmennum svæðisins. Samþykkt er að styrkja Bergið, Headspace um 100.000,- kr. af lið 0281 auk þess að greiða fyrir flugmiða starfsmanns Bergsins er kemur austur. Félagsmálanefnd vill beina því til Ungmennaráðs að standa að kynningu á starfsemi og þjónustu Bergsins í samráði við félagsmálastjóra og stjórnendur Bergsins Headspace.