Málavog í vinnslu barnaverndarmála - beiði um samstarf

Málsnúmer 201906024

Félagsmálanefnd - 173. fundur - 24.06.2019

Félagsmálanefnd felur félagsmálastjóra að fylgja málinu efir í samræmi við umræður á fundinum.

Félagsmálanefnd - 174. fundur - 26.08.2019

Félagsmálastjóri hefur kynnt viðhorf nefndarinnar fyrir Barnaverndarstofu ásamt því að hafa rætt við aðra félagsmálastjóra á landsbyggðinni. Nefndin vill koma því á framfæri við Barnaverndarstofu og Gæða- og eftirlitsstofnun að ekki séu gerðar ómarkvissar kröfur um skýrslugerð og upplýsingaöflun, heldur komi stofnanirnar sér saman um hvaða upplýsingar séu nauðsynlegar og þeirra aflað á markvissan og skýran hátt. Markmið Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs er að halda skriffinsku í lágmarki og nýta starfsmenn sína til þess að vinna með fólki.

Félagsmálanefnd - 175. fundur - 23.09.2019

Félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs ítrekar fyrri bókun frá fundi nefndarinnar þann 26. ágúst s.l. Félagsmálastjóra er falið að svara erindinu fyrir hönd nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða.