Félagsmálanefnd

173. fundur 24. júní 2019 kl. 12:30 - 14:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Arna Magnúsdóttir aðalmaður
  • Halldóra Sigríður Árnadóttir aðalmaður
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Sigrún Blöndal varamaður
Fundargerð ritaði: Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Vegna mistaka hefur Gyða Dröfn verið tekin út úr fundakerfi sveitarfélagsins og því ekki skráð með fundarmönnum þó hún hafi setið fundinn. Anna Alexandersdóttir sat fundinn í gegnum síma.

1.Dagvist aldraðra

Málsnúmer 201906123Vakta málsnúmer

Berglind Harpa Svavarsdóttir, forstöðumaður Hlymsdala kynnir tillögur að breytingum á reglum og samningum varðandi útleigu á sal í Félagsmiðstöð aldraðra í Hlymsdölum. Félagsmálanefnd tekur undir tillögur starfsmanna um breytingar og felur forstöðumanni Hlymsdala og félagsmálastjóra að útbúa nýjar reglur og eyðublöð og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

2.Barnaverndarmál

Málsnúmer 200805128Vakta málsnúmer

Bókun nefndar er færð í trúnaðarmálabók.

3.Breyting á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga

Málsnúmer 201906121Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd felur félagsmálastjóra að vinna verklagsreglur með hliðsjón af lagabreytingum er varða lög nr. 41/1991 í samstarfi við persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

4.Málavog í vinnslu barnaverndarmála - beiði um samstarf

Málsnúmer 201906024Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd felur félagsmálastjóra að fylgja málinu efir í samræmi við umræður á fundinum.

5.Lögmæt skilyrði um lágmarks búsetu í sveitarfélagi til þess að eiga rétt á félagsþjónustu

Málsnúmer 201906122Vakta málsnúmer

Tilmæli ráðherra félagsmálaráðuneytis um endurskoðun á reglum sveitarfélaga varðandi félagslega aðstoð og rétt til félagslegs húsnæðisúrræðis er tekið fagnandi af nefndinni. Í þeim sex sveitarfélögum sem standa að Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs er ekki áskilnaður um búsetu í ákveðinn tíma í sveitarfélögunum. Allir sem hafa lögheimili á umráðasvæði félagsþjónustunnar geta sótt um félagslegt húsnæði, óháð lengd búsetu.

6.Skýrsla Félagsmálastjóra

Málsnúmer 201712031Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri reifar málefni síðasta mánaðar.

Fundi slitið - kl. 14:00.