Lögmæt skilyrði um lágmarks búsetu í sveitarfélagi til þess að eiga rétt á félagsþjónustu

Málsnúmer 201906122

Félagsmálanefnd - 173. fundur - 24.06.2019

Tilmæli ráðherra félagsmálaráðuneytis um endurskoðun á reglum sveitarfélaga varðandi félagslega aðstoð og rétt til félagslegs húsnæðisúrræðis er tekið fagnandi af nefndinni. Í þeim sex sveitarfélögum sem standa að Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs er ekki áskilnaður um búsetu í ákveðinn tíma í sveitarfélögunum. Allir sem hafa lögheimili á umráðasvæði félagsþjónustunnar geta sótt um félagslegt húsnæði, óháð lengd búsetu.