Félagsmálanefnd

174. fundur 26. ágúst 2019 kl. 16:00 - 17:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson varaformaður
  • Halldóra Sigríður Árnadóttir aðalmaður
  • Skúli Björnsson aðalmaður
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Halldóra Árnadóttir sat fundinn í gegnum síma.

1.Ársskýrsla Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar 2018

Málsnúmer 201908167Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

2.Málavog í vinnslu barnaverndarmála - beiði um samstarf

Málsnúmer 201906024Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri hefur kynnt viðhorf nefndarinnar fyrir Barnaverndarstofu ásamt því að hafa rætt við aðra félagsmálastjóra á landsbyggðinni. Nefndin vill koma því á framfæri við Barnaverndarstofu og Gæða- og eftirlitsstofnun að ekki séu gerðar ómarkvissar kröfur um skýrslugerð og upplýsingaöflun, heldur komi stofnanirnar sér saman um hvaða upplýsingar séu nauðsynlegar og þeirra aflað á markvissan og skýran hátt. Markmið Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs er að halda skriffinsku í lágmarki og nýta starfsmenn sína til þess að vinna með fólki.

3.Dagvist aldraðra

Málsnúmer 201906123Vakta málsnúmer

Farið yfir verklagsreglur fyrir afnot af Hlymsdölum ásamt eyðublaði vegna útleigu á sal. Fyrirliggjandi drög samþykkt samhljóða.

4.Breyting á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga

Málsnúmer 201906121Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri upplýsti um stöðu mála en heildarendurskoðun eyðublaða stendur fyrir dyrum í samstarfi við persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins. Niðurstöður þeirrar vinnu verða lagðar fyrir nefndina þegar þær liggja fyrir.

5.Skýrsla Félagsmálastjóra

Málsnúmer 201712031Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri fer yfir helstu málefni félagsþjónustunnar á umliðnum vikum.

Fundi slitið - kl. 17:30.