Félagsmálastjóri hefur kynnt viðhorf nefndarinnar fyrir Barnaverndarstofu ásamt því að hafa rætt við aðra félagsmálastjóra á landsbyggðinni. Nefndin vill koma því á framfæri við Barnaverndarstofu og Gæða- og eftirlitsstofnun að ekki séu gerðar ómarkvissar kröfur um skýrslugerð og upplýsingaöflun, heldur komi stofnanirnar sér saman um hvaða upplýsingar séu nauðsynlegar og þeirra aflað á markvissan og skýran hátt. Markmið Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs er að halda skriffinsku í lágmarki og nýta starfsmenn sína til þess að vinna með fólki.
Félagsmálastjóri upplýsti um stöðu mála en heildarendurskoðun eyðublaða stendur fyrir dyrum í samstarfi við persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins. Niðurstöður þeirrar vinnu verða lagðar fyrir nefndina þegar þær liggja fyrir.