Móttekin er beiðni Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra um styrk til greiðslu á kostnaði vegna sumardvalar barna með fötlun frá sveitarfélaginu. Nefndin felur félagsmálastjóra að koma athugasemdnum nefndarinnar varðandi erindið á framfæri og kynna styrktarfélaginu aðrar leiðir um mögulegar styrkveitingar.
Beiðni um fjárstuðning er hafnað. Samþykkt samhljóða.
Félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs ítrekar fyrri bókun frá fundi nefndarinnar þann 26. ágúst s.l. Félagsmálastjóra er falið að svara erindinu fyrir hönd nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða.
5.Vegna ráðstöfunar andvirðis vatnsréttinda kristfjárjarðanna Merkis og Arnarhóls
Félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs vekur athygli á að úthlutun og greiðslur rýma í dagdvöl eru ekki tengdar einstaklingum eins og þekkist t.d. innan fötlunargeirans, heldur miðast greiðslur við fjölda samþykktra rýma og fulla nýtingu þeirra. Þetta gerir það að verkum að sveitarfélögum er ekki fært annað en að hafa fleiri þjónustuþega en rými segja til um, til þess að fullnýta rými sem greitt er fyrir af hálfu Sjúkratrygginga Íslands. Þetta fyrirkomulag er til þess fallið að ýta kostnaði og margræddum gráum svæðum, yfir á sveitarfélögin, án lögmætra greiðslna frá ríkinu.