Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

281. fundur 22. október 2019 kl. 16:00 - 18:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Sigurður Gunnarsson varaformaður
  • Jón Björgvin Vernharðsson aðalmaður
  • Björg Björnsdóttir aðalmaður
  • Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Garðar Valur Hallfreðsson varamaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúar tónlistarskóla, Drífa Sigurðardóttir og Tryggvi Hermannson mættu á fundinn undir liðum 1-3. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, Ingibjörg Sóley Guðmundsdóttir og Þorvaldur Hjarðar sátu fundinn undir liðum 4-6 og áheyrnarfulltrúar leikskóla, Sigríður Herdís Pálsdóttir, Jóhanna Harðardóttir og Sóley Valdimarsdóttir sátu fundinn undir liðum 7-9.

Skólasstjórnendur mættu undir þeim liðum sem vörðuðu þeirra skóla sérstaklega, Guðmunda Vala Jónasdóttir skólastjóri Hádegishöfða boðaði þó forföll.

1.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 201910027Vakta málsnúmer

Farið yfir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Tónlistarskólans á Egilsstöðum.

Afgreitt undir lið 9.

2.Tónlistarskólinn í Brúarási - fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 201910029Vakta málsnúmer

Farið yfir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Tónlistarskólans í Brúarási.

Afgreitt undir lið 9.

3.Tónlistarskólinn í Fellabæ - fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 201910028Vakta málsnúmer

Farið yfir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Tónlistarskólans í Fellabæ.

Afgreitt undir lið 9.

4.Brúarásskóli - fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 201910024Vakta málsnúmer

Farið yfir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Brúarásskóla.

Afgreitt undir lið 9.

5.Fellaskóli - fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 201910023Vakta málsnúmer

Farið yfir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Fellaskóla.

Afgreitt undir lið 9.

6.Egilsstaðaskóli - fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 201910022Vakta málsnúmer

Farið yfir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun fyrir Egilsstaðaskóla.

Afgreitt undir lið 9.

7.Hádegishöfði - fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 201910026Vakta málsnúmer

Farið yfir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Hádegishöfða.

Afgreitt undir lið 9.

8.Tjarnarskógur - fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 201910025Vakta málsnúmer

Farið yfir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Tjarnarskógar.

Afgreitt undir lið 9.

9.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2020

Málsnúmer 201910030Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2020 og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.

Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir 2,5% hækkun leikskólagjalda frá 1. janúar 2020. Frá sama tíma hækkar systkinaafsláttur úr 25% í 35%. Áfram verður 3. barn í leikskóla gjaldfrítt.

Áætlunin gerir jafnframt ráð fyrir hækkun tónlistarskólagjalda um 2,5% frá og með skólaárinu 2020-2021.

Fræðslunefnd leggur þunga áherslu á að verði af sameiningu sveitarfélaga 26. október nk. verði uppbygging tækni í skólum hins nýja sveitarfélags sett í algjöran forgang við skiptingu fjármagns frá Jöfnunarsjóða til innviða. Það verður að tryggja samkeppnishæfi nemenda og kennara í skólum sveitarfélagsins í nútímasamfélagi. Sömuleiðis er því beint til bæjarstjórnar að fjölgað verði starfsmönnum við upplýsingatækni á miðlægu sviði til að sinna þjónustu við skólastofnanir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Skólaþing sveitarfélaga 2019

Málsnúmer 201909124Vakta málsnúmer

Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður fræðslunefndar, verður fulltrúi nefndarinnar á skólaþinginu.

Lagt fram til kynningar.

11.Þjónustusamningur vegna náms barna með lögheimili í Fljótsdalshreppi

Málsnúmer 201910127Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd leggur til að gildandi þjónustusamningum um leik-, grunn- og tónlistarskóla við Fljótsdalshrepp verði sagt upp þegar núgildandi samningar renna út í samræmi við ákvæði þar um í samningunum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 201108127Vakta málsnúmer

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:45.